Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur verið að taka til í mataræðinu síðan hún kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Eins og svo margir byrjar hún daginn á grænum ofurdrykk.
Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur verið að taka til í mataræðinu síðan hún kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Eins og svo margir byrjar hún daginn á grænum ofurdrykk.
Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur verið að taka til í mataræðinu síðan hún kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Eins og svo margir byrjar hún daginn á grænum ofurdrykk.
Sunneva birti uppskriftina að græna drykknum í sögu á Instagram.
„Þessi græni sem ég get ekki hætt að drekka,“ skrifar Sunneva og birtir innihaldið í drykknum. Í drykknum er spínat, vatn, sellerí, frosinn ananas, hálfur banani, engiferskot eða -rót og kreist sítróna. Sunneva segir drykkinn vera fullan af vítamínum en minna er af hitaeiningum í drykknum.
Sunneva er þekkt fyrir að vera í hörkuformi en nýlega útskrifaðist hún sem einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla Word Class. Græni drykkurinn hjálpar henni líklega í ræktinni en Dísa í World Class byrjar einnig á grænum drykk eins og hún greindi frá í viðtali við Smartland í október.