Brad Pitt tjáir sig um Aniston-málið

Brad Pitt | 24. janúar 2020

Brad Pitt tjáir sig um Aniston-málið

Leikarinn Brad Pitt segist ekkert fylgjast með því hvað fólk og fjölmiðlar hafa sagt um endurfundi hans og leikkonunnar Jennifer Aniston á SAG-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn síðasta. 

Brad Pitt tjáir sig um Aniston-málið

Brad Pitt | 24. janúar 2020

Brad Pitt les ekki fréttir um sig og Jennifer Aniston.
Brad Pitt les ekki fréttir um sig og Jennifer Aniston. AFP

Leikarinn Brad Pitt segist ekkert fylgjast með því hvað fólk og fjölmiðlar hafa sagt um endurfundi hans og leikkonunnar Jennifer Aniston á SAG-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn síðasta. 

Leikarinn Brad Pitt segist ekkert fylgjast með því hvað fólk og fjölmiðlar hafa sagt um endurfundi hans og leikkonunnar Jennifer Aniston á SAG-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn síðasta. 

Pitt var mættur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Santa Barbara í Los Angeles á miðvikudag og var að sjálfsögðu spurður út í málið. 

„Ég veit ekki. Ég er einfaldur og hamingjusamur með það og ætla að vera það áfram,“ sagði Pitt þegar hann var spurður hvernig honum liði yfir allri athyglinni sem fjölmiðlar hafa sýnt faðmlagi þeirra Pitt og Aniston. 

Það hefur verið talað um fátt annað en endurfundi þeirra Pitt og Aniston á SAG-verðlaunahátíðinni í fréttum af Hollywood þessa vikuna. Margir hafa bundið vonir sínar við það að þessi fyrrverandi hjón taki aftur upp þráðinn en þau voru gift á árunum 2000-2005. 

Fréttamynd vikunnar að mati einhverra.
Fréttamynd vikunnar að mati einhverra. AFP
mbl.is