Hér er dásemdaruppskrift frá Lindu Ben. sem ætti ekki að svíkja neinn. Löðrandi í osti og fíneríi, algjörlega fullkomið á degi sem þessum.
Hér er dásemdaruppskrift frá Lindu Ben. sem ætti ekki að svíkja neinn. Löðrandi í osti og fíneríi, algjörlega fullkomið á degi sem þessum.
Tortellini með kjúklingi og sveppum í hvítlauksostarjómasósu
- 350 g tortellini fyllt með osti
- 3 kjúklingabringur
- ólífuolía
- salt og pipar
- ½ laukur
- 250 g sveppir
- 50 g smjör
- 3 hvítlauksgeirar
- ½ l rjómi
- kryddostur með hvítlauk
- ferskt basil
- parmesanostur
Aðferð:
- Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið upp úr ólífuolíu og salti og pipar þar til eldað í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni en ekki þrífa pönnuna.
- Skerið laukinn smátt, bætið út á pönnuna og steikið. Skerið sveppina frekar gróft og bætið á pönnuna ásamt smjöri. Steikið þar til mjúkir í gegn. Skerið hvítlaukinn smátt eða pressið með hvítlaukspressu út á pönnuna, steikið létt og bætið svo rjómanum strax út á. Leyfið að malla í smástund við vægan hita.
- Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna og látið hann bráðna saman við. Bætið kjúklingnum aftur út á pönnuna. Smakkið til með salti og pipar.
- Setjið pastað í fallegt ílát, hellið sósunni yfir og berið fram með fersku basil og parmesan.