Þarftu að koma meltingunni í gang eftir jólin?

Guðrún Bergmann | 25. janúar 2020

Þarftu að koma meltingunni í gang eftir jólin?

„Reynslan af HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum, sem rúmlega sautján hundruð manns hafa sótt, hefur kennt mér að flestir eru með einhvers konar meltingarvandamál, aðallega tengd hægðalosun. Eftir neyslugleði jólanna er ekki ólíklegt að smáþarmar og ristill séu yfirkeyrð, því það er ekki nóg með að mikils sé neytt, heldur er líka mörgu ólíku blandað saman, svo líkaminn er undir ofurálagi við að vinna úr því öllu,“ segir Guðrún Bergmann í pistli í heilsublað Nettó sem var að koma út. 

Þarftu að koma meltingunni í gang eftir jólin?

Guðrún Bergmann | 25. janúar 2020

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. Ljósmynd/Árni Sæberg

„Reynslan af HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum, sem rúmlega sautján hundruð manns hafa sótt, hefur kennt mér að flestir eru með einhvers konar meltingarvandamál, aðallega tengd hægðalosun. Eftir neyslugleði jólanna er ekki ólíklegt að smáþarmar og ristill séu yfirkeyrð, því það er ekki nóg með að mikils sé neytt, heldur er líka mörgu ólíku blandað saman, svo líkaminn er undir ofurálagi við að vinna úr því öllu,“ segir Guðrún Bergmann í pistli í heilsublað Nettó sem var að koma út. 

„Reynslan af HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum, sem rúmlega sautján hundruð manns hafa sótt, hefur kennt mér að flestir eru með einhvers konar meltingarvandamál, aðallega tengd hægðalosun. Eftir neyslugleði jólanna er ekki ólíklegt að smáþarmar og ristill séu yfirkeyrð, því það er ekki nóg með að mikils sé neytt, heldur er líka mörgu ólíku blandað saman, svo líkaminn er undir ofurálagi við að vinna úr því öllu,“ segir Guðrún Bergmann í pistli í heilsublað Nettó sem var að koma út. 

Hver stjórnar líkamanum?

Kínversk læknisfræði er með mjög góðar skýringar á meltingarveginum. Í henni er meltingarvegurinn mældur frá munni að endaþarmi og sagt að þegar eitthvað fari inn, þurfi eitthvað annað að fara út. Gerist það ekki er líkaminn að safna upp úrgangi – öðru nafni s-k-í-t – og ef við losum okkur ekki við úrganginn, getur hann farið að eitra og skemma út frá sér.

Regluleg hægðalosun er því mjög mikilvæg, reyndar eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að passa upp á að hafa í lagi. Þetta minnir mig á brandarann um öll líffæri líkamans, sem héldu fund til að ákveða hvaða líffæri væri mikilvægast.

„Ég ætti að stjórna,“ sagði heilinn. „Ég stýri öllum kerfum líkamans, svo án mín myndi ekkert gerast.“

„Ég ætti að stjórna,“ sagði blóðið. „Ég dreifi súrefni um allt, svo án mín myndi líkaminn veslast upp.

„Ég ætti að stjórna,“ sagði maginn. „Ég vinn úr öllum matnum og veiti ykkur öllum orku.“

„Ég ætti að stjórna,“ sögðu fótleggirnir. „Ég flyt líkamann hvert sem hann þarf að fara.“

„Ég ætti að stjórna,“ sögðu augun. „Ég geri líkamanum mögulegt að sjá hvert hann fer.“

„Ég ætti að stjórna,“ sagði endaþarmurinn. „Ég ber ábyrgð á úrgangslosun.“

Allir hinir líkamshlutarnir hlógu að endaþarminum og móðguðu hann, svo að í reiðikasti lokaði hann sér. Innan nokkurra daga var heilinn kominn með hræðilegan höfuðverk, maginn var þaninn, fótleggirnir urðu óstöðugir, það fór að leka úr augunum og blóðið var orðið eitrað. Þá ákváðu hin líffærin að endaþarmurinn skyldi vera aðalstjórnandinn.

Endaþarmurinn ræður ansi miklu um ástand líkamans og því er gott að tryggja að hann sé sem oftast samvinnuþýður.

Hvað er til ráða?

Ef þú ert ekki að losa úrgang úr líkama þínum minnst einu sinni til tvisvar á dag, eru til ýmis ráð sem geta hjálpað þér að breyta því ástandi. Auk eftirtalinna bætiefna er alltaf gott að drekka mikið vatn, því það hjálpar til við að flytja úrgangsefni í gegnum kerfið og losa þau úr líkamanum.

1 - Magnesium & Calcium. Í þessu bætiefni eru fjórar tegundir af magensíumi, meðal annars magnesíum sítrat, sem hefur losandi áhrif á hægðir. Ef þú hefur þjáðst af hægðatregðu um tíma, taktu þá inn þrjár töflur, tvisvar á dag í viku eða svo og taktu svo reglulega inn 3 töflur á dag.

2 – Castor Oil hylkin. Auk þess að taka inn Magnesium og Calcium getur verið gott að taka líka inn Castor Oil hylkin. Þetta eru laxerolíuhylki, sem í eru efni sem stuðla að örvun hægðalosunar. Jafnframt örvar olían vöðvahreyfingar í ristlinum, en þær eiga að sjá um að ýta úrganginum áfram í átt til aðalstjórnandans eða endaþarmsins. Laxerolían er líka mjög heilandi og hefur styrkjandi áhrif á slímhúð bæði smáþarma og ristils.

3 – Protiotic 10 góðgerlar. Þeir eru til með 25 billion, 50 billion og 100 billion gerlum. Ef um langvarandi hægðatregðu eða önnur hægðavandamál eins og niðurgang og hægðatregðu til skiptis hefur verið að ræða, eru allar líkur á að örveruflóra þarmanna sé í lélegu ástandi. Þá er gott að bæta hana með því að fjölga góðgerlum með inntöku. Reyndar mæli ég með því við flesta að taka góðgerla inn daglega, því það er svo margt sem getur komið ójafnvægi á hana – til dæmis neysla sykurs og sælgætis, neysla á mjólkurafurðum og of mikil gerjun í þörmum út af mat sem ekki meltist almennilega, svo eitthvað sé nefnt.

Góðgerlana má annaðhvort taka inn á fastandi maga, á morgnana eða fyrir svefninn, eða með mat. Rannsóknir hafa sýnt að ekki er munur á virkni þeirra, hvort sem valið er að gera.

4 – ACACIA fiber trefjar. Þessar fíngerðu trefjar gera tvennt. Annars vegar eru þær fæða fyrir góðgerlana í örveruflóru þarmanna. Hins vegar eru þær ómeltanlegar og draga því til sín vökva úr úrganginum og þétta hann, sem auðveldar ristillinn síðan að ýta honum áfram að endaþarminum. Acacia trefjarnar eru í duftformi og það er hægt að bæta þeim út í glas af vatni eða safa, eða setja í morgunbústið til að viðhalda góðum þéttleika hægðanna. Mikilvægt er að drekka vel af vatni, þegar trefjar eru notaðar, því annars geta þær valdið frekari stíflum.

5 – HUSK trefjar. Þessar trefjar eru aðeins grófari en Acacia trefjarnar, en nýtast á sama hátt. Þær eru fæða fyrir góðgerlana í örveruflórunni og þar sem þær eru ómeltanlegar fyrir líkamann draga þær í sig vökva úr úrganginum og þétta hann. Husk trefjarnar fást bæði í hylkjum og dufti.

Margir eru ánægðari með að taka sínar trefjarnar inn í hylkjum, meðan aðrir kjósa duftið. Ég nota Husk duftið líka sem þykkingarefni í sósur og blanda þá 2 tsk. af huski út í 1 dl af heitu (soðnu) vatni og hræri saman. Blandan þykknar nánast samstundis og er hægt að nota hana, annaðhvort til þykkingar eða í staðinn fyrir egg við bakstur.

6 – DIGEST ULTIMATE. Ég ráðlagði þessi meltingarensím í nokkrum greinum fyrir jólin. Ástæðan er sú að upp úr fertugu minnkar framleiðsla líkamans á meltingarensímum, en við þurfum samt á þeim að halda til að brjóta niður fæðuna sem við borðum. Þess vegna er nauðsynlegt að taka inn meltingarensím fyrir hverja máltíð, til að bæta niðurbrot fæðunnar, einkum og sér í lagi fyrir stórar hátíðamáltíðir. Ég hef mjög góða reynslu af notkun þessara meltingarensíma sem ég hef notað reglulega í rúmt ár.

Svo er bara að muna að þegar búið er að ná góðu samkomulagi við aðalstjórnandann, er mikilvægt að halda því áfram þannig. Það er nefnilega ferlega fúlt ef hann fer að taka reiðikast og loka fyrir aðalútgönguleiðina. Þá fyrst erum við í alvarlegum vanda með heilsuna, því eitrun frá þörmunum getur dreifst um allan líkamann. Slíka eitrun er best að forðast.

mbl.is