„Þetta er mjög stórt skref“

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 29. janúar 2020

Tvöföldun Reykjanesbrautar verði í núverandi vegstæði

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga, í stað þess að færa brautina eins og aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir. 

Tvöföldun Reykjanesbrautar verði í núverandi vegstæði

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 29. janúar 2020

Reykjanesbrautin liggur núna þétt við hlið álversins. Þegar stækkun verksmiðjunnar …
Reykjanesbrautin liggur núna þétt við hlið álversins. Þegar stækkun verksmiðjunnar var á dagskrá árið 2007 stóð til að færa veginn fjær. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur nú samþykkt að hefja breytingar á aðalskipulagi bæjarins og vinna með þá tillögu Vegagerðarinnar að tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði. mbl.is/Árni Sæberg

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga, í stað þess að færa brautina eins og aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir. 

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga, í stað þess að færa brautina eins og aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir. 

„Þetta er mjög stórt skref og það er mjög mikilvægt að þessi kafli klárist,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við mbl.is. 

Þarna hafa orðið nokk­ur al­var­leg um­ferðarslys á und­an­förn­um árum. Nú síðast lét pólsk­ur maður lífið þegar fólks­bif­reið og snjóruðnings­tæki skullu sam­an 12. janú­ar sl. í Straums­vík.

Ákvörðunin er byggð á niðurstöðum skýrslu Vega­gerðinnar og verk­fræðistof­unnar Mann­vits þar sem lagt er til að tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar við álverið í Straums­vík verði í nú­ver­andi legu veg­ar­ins. Sá kost­ur verði val­inn til frek­ari úr­vinnslu enda ódýr­ast­ur. 

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Mál sem þolir enga bið

„Þetta mál þolir enga bið og þegar við fengum niðurstöður þessarar úttektar Vegagerðarinnar og að það munaði næstum helmingi í kostnaði og yrði líka mun fljótlegra út frá ýmsum umhverfisþáttum í að halda veginum þar sem hann er og tvöfalda hann áttum við fund með álverinu þar náðist samkomulag um það að fara þessa leið,“ segir Rósa. 

Á fundinum, sem fram fór á föstudag, var ákveðið að bæði bærinn og álverið muni leggja sitt af mörkum til að ljúka megi tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, það er 2019 til 2023, en framkvæmdin er sem stendur á öðru tímabili, 2025-2029. 

Rósa segir yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá því fyrr í þessum mánuði einnig hafa skipt sköpum. Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið 17. janúar að hag­kvæm­ast væri að breikka Reykja­nes­braut í nú­ver­andi veg­stæði og mætti þá hugs­an­lega flýta fram­kvæmd­um, þannig að þær gætu haf­ist eft­ir tvö ár í stað sex.

Ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu verður nú vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Ferlið mun taka nokkra mánuði. „Samhliða því munum við vera í þessum viðræðum við álverið um ákveðin svæði og munum halda áfram góðu samtali við Vegagerðina og ráðherra um að reyna að leita allra leiða til að fá þessu flýtt svo við getum farið að sjá fram á það að þessi framkvæmd fari fram hið fyrsta,“ segir Rósa. 

Óljóst með stækkun álversins

Færsla á Reykjanesbraut vegna tvöföldunar var færð inn í aðalskipulag á sínum tíma vegna áforma álversins í Straumsvík um stækkun. Hafnfirðingar höfnuðu stækkun í íbúakosningu árið 2007. Rósa segist ekki geta svarað því hvort álverið hafi fallið frá hugmyndum um stækkun, forsendurnar séu hins vegar breyttar. 

„En við vorum sammála um að þetta er öryggismál sem þolir ekki bið. Breytingar á aðalskipulagi verðum við að vinna í nánu samstarfi við álverið í Straumsvík af því að að fyrirtækið hefur gert ráð fyrir svæðinu í sinni framtíðarsýn. Við þurfum að tryggja þeirra athafnasvæði þó að það breytist aðeins.“ 

Rósa segir að tvöföldun Reykjanesbrautar á þessum kafla sé mjög aðkallandi og að stigið hafi verið stórt skref með samþykkt á breytingu aðalskipulags bæjarins. „Það er mjög aðkallandi að fara í þessa tvöföldun og það það er vilji beggja aðila að leysa þennan hnút og það náðist þarna. Okkur ber sem ábyrgum aðilum að leysa málin og nú þarf að klára útfærsluna í góðri sátt og vitum að það mun takast.“

mbl.is