Elsku Steingeitin mín,
Elsku Steingeitin mín,
Elsku Steingeitin mín,
það er ekkert í lífinu sem kallast að eiga við ofurefli að etja þegar þú átt í hlut, þú ert eins og danska hafmeyjan, það skiptir engu máli hvaða áföll hafa dunið á henni, hún er alltaf á sínum stað og verður til eilífðar.
Það taka kannski ekki allir eftir því hversu margbreytileg manneskja þú ert, líkt og hafmeyjan er bara lítil stytta, en þegar þú þarft að byggja brýr og hreyfa við lífinu þá stoppar þig enginn.
Réttlætiskennd þín getur verið aðeins dælduð því það er eitur í þínum beinum ef réttlæti er ekki framfylgt, oft er betra að þegja en segja og bíða frekar eftir rétta tímanum til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Það þyrlast upp á yfirborðið eitthvað úr fortíðinni sem þú getur nýtt þér til betri hluta. Þú ert að klæða þig í nýja yfirhöfn og sú myndlíking þýðir að þú sérð þig í nýju ljósi og verður miklu ánægðari með karakterinn þinn. Þá hefurðu kraft Steingeitarinnar og sjálfstraustið sem þú þarft að blessa og bæta og þú klárar svo margt sem hefur verið eitthvað að angra þig og eftir það andarðu að þér ferskara súrefni.
Í ástamálunum þarftu að vera skýr, láta þann sem þú ert hrifinn af vita hvað þér finnst, hvort sem þú ert laus og liðug eða í sambandi. Ástin er sterkt yfir merkinu þínu, svo vertu bjartsýn og tilbúin að leika við hana, því þú gefur ástinni, fjölskyldunni og atvinnu allar þínar tilfinningar og hugsar stundum ekki alveg nóg vel um sjálfa þig. En þetta skiptir engu því á örskammri stund geturðu breytt aðstæðum, algjörlega hér og nú, ekki í fortíðinni eða framtíðinni.
Nýtt húsnæði gæti verið að birtast þér, hvort sem það er heimili eða nýr staður tengdur vinnu eða slíku, þetta er mjög sterkt í kortunum þínum og hamingja og heppni fylgir þessu.
Knús og kossar,
Sigga Kling