Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir markaðsmisnotkunarmál þriggja starfsmanna Landsbankans sem dæmdir voru í fangelsi árið 2016 í Hæstarétti. Mannréttindadómstóllinn beinir spurningum til íslenska ríkisins sem varða eitt umkvörtunarefni þremenninganna um hvort brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar í ljósi þess að þrír dómarar málsins hafi orðið fyrir fjárhagslegu tapi á falli bankans.
Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir markaðsmisnotkunarmál þriggja starfsmanna Landsbankans sem dæmdir voru í fangelsi árið 2016 í Hæstarétti. Mannréttindadómstóllinn beinir spurningum til íslenska ríkisins sem varða eitt umkvörtunarefni þremenninganna um hvort brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar í ljósi þess að þrír dómarar málsins hafi orðið fyrir fjárhagslegu tapi á falli bankans.
Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir markaðsmisnotkunarmál þriggja starfsmanna Landsbankans sem dæmdir voru í fangelsi árið 2016 í Hæstarétti. Mannréttindadómstóllinn beinir spurningum til íslenska ríkisins sem varða eitt umkvörtunarefni þremenninganna um hvort brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar í ljósi þess að þrír dómarar málsins hafi orðið fyrir fjárhagslegu tapi á falli bankans.
Fréttablaðið greinir frá málinu í morgun, en þar kemur fram að MDE óski eftir svörum varðandi fjárhagslega hagsmuni dómaranna Eiríks Tómassonar, Markúsar Sigurbjörnssonar og Viðars Más Matthíassonar, en þeir eru nú allir hættir störfum í Hæstarétti og komnir á eftirlaun.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, og Júlíus S. Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn eigin fjárfestinga, voru allir dæmdir í Hæstarétti í málinu.
Fleiri mál tengd fjármálahruninu hafa verið tekin fyrir af MDE, en þar á meðal var mál stjórnenda Kaupþings sem töldu að þeir hefðu ekki hlotið dóm af óháðum og hlutlausum dómstól þegar þeir voru sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og fyrir markaðsmisnotkun í al-Thani-málinu. Voru það þeir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem kærðu til dómstólsins.
MDE komst að þeirri niðurstöðu að í helstu atriðum hafi málsmeðferðin verið með eðlilegum hætti fyrir utan að efast mætti um óhlutdrægni Árna Kolbeinssonar, dómara í málinu í Hæstarétti, þar sem sonur hans hafi starfað fyrir Kaupþing bæði fyrir og eftir gjaldþrot bankans.
Þá hefur MDE einnig tekið til meðferðar kæru Ólafs Ólafssonar vegna fjárfestingarumsvifa hæstaréttardómaranna Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins, og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda falls bankanna.
Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall kærðu einnig ákvörðun dómstóla hér á landi um að þeir skyldu greiða eina milljón hvor í sekt fyrir að segja sig frá málsvörn í al-Thani-málinu árið 2013. Taldi MDE að íslenska ríkið hefði ekki brotið á þeim, en yfirdeild réttarins ákvað að taka málið fyrir og var málflutningur í því síðasta haust.