Mónakómaðurinn ungi, Charles Leclerc, hefur skrifað undir nýjan samning við Ferrari og skuldbundið sig til að keppa fyrir það út árið 2024.
Mónakómaðurinn ungi, Charles Leclerc, hefur skrifað undir nýjan samning við Ferrari og skuldbundið sig til að keppa fyrir það út árið 2024.
Mónakómaðurinn ungi, Charles Leclerc, hefur skrifað undir nýjan samning við Ferrari og skuldbundið sig til að keppa fyrir það út árið 2024.
„Yfir mig ánægður,“ sagði hinn 22 ára gamli Leclerc um ráðninguna sem þýðir að hann keppir alla vega næstu fimm árin fyrir Ferrari.
Leclerc vakti í fyrra mikla athygli með getu sinni og færni á fyrsta árinu með Ferrari. Vann hann sjö ráspóla eða fleiri en nokkur annar ökumaður og tvö mót, í Spa Francorchamps í Belgíu og Monza á Ítalíu.
„Ég er afar þakklátur fyrir að fá að keppa við þvíumlíkt lið,“ sagði Leclerc. „Ég hef lært svo mikið á fyrsta árinu í röðum þess og áframráðningin er frábært upphaf til að byggja öflugt samband við liðið.“