Bjargaði tveimur börnum í Reynisfjöru

Ferðamenn á Íslandi | 8. febrúar 2020

Bjargaði tveimur börnum í Reynisfjöru

Leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum úr sjónum við Reynisfjöru í dag. Fjallað er um málið á facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað um klukkan 15 í dag og sá sem setur inn færsluna starfar hjá sama fyrirtæki og leiðsögumaðurinn. Sá var í Reynisfjöru með fjórar þýskar konur.

Bjargaði tveimur börnum í Reynisfjöru

Ferðamenn á Íslandi | 8. febrúar 2020

mbl.is/Helgi Bjarnason

Leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum úr sjónum við Reynisfjöru í dag. Fjallað er um málið á facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað um klukkan 15 í dag og sá sem setur inn færsluna starfar hjá sama fyrirtæki og leiðsögumaðurinn. Sá var í Reynisfjöru með fjórar þýskar konur.

Leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum úr sjónum við Reynisfjöru í dag. Fjallað er um málið á facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað um klukkan 15 í dag og sá sem setur inn færsluna starfar hjá sama fyrirtæki og leiðsögumaðurinn. Sá var í Reynisfjöru með fjórar þýskar konur.

„Að hans sögn var talsverður öldugangur og fylgdust hann og konurnar með öldurótinu úr öruggri fjarlægð, enda var hann búinn að brýna fyrir þeim hverskonar hættur leynast í Reynisfjöru. Þær þýsku áttu ekki til aukatekið orð yfir þeim háska sem reglulega dundi yfir þegar aðrir ferðamenn áttu fótum sínum fjör að launa undan öldunum og mátti oft litlu muna.

Skyndilega tóku þau eftir því að beint fyrir neðan þau í fjörunni var erlent par með tvö ung börn með sér, annað barnið sennilega 4-5 ára en hitt 6-7 ára. Foreldarnir stóðu aðeins ofar í fjörunni á meðan börnin voru nokkru neðar að leika sér, nær sjónum.
Leiðsögumaðurinn fékk strax ónot í magann við að sjá þetta og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar stór alda skall á börnunum þannig að þau féllu kylliflöt fram fyrir sig.

Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum. Leiðsögumaðurinn þurfti að vaða út í sjóinn upp að mitti í ölduganginum og náði að grípa í barnið sem var komið lengra frá landi. Hann þurfti virkilega að hafa fyrir því að sogast ekki út með öldunni. Faðir barnanna fór út í sjóinn á eftir leiðsögumanninum og reyndi að ná taki á barninu sem var nær landi og var í basli við það. Leiðsögumaðurinn, sem þá hélt á hinu barninu eins og ferðatösku, þurfti að grípa í barnið sem faðirinn var að reyna að ná taki á og hlaupa með þau bæði í land.
Börnunum báðum var mjög brugðið eftir þetta en virtist sem betur fer ekki hafa orðið meint af.
Foreldrarnir virtust ekki gera sér fyrir alvarleika málsins eða hversu nálægt því þau voru að missa annað ef ekki bæði börnin sín.
Á
stæða þess að ég deili þessu með ykkur er ekki sú að upphefja leiðsögumanninn sem hetju eða neitt slíkt (þrátt fyrir að þetta hafi klárlega verið lífbjörgun), heldur til að benda á hversu litlu mátti muna að mikill harmleikur hefði átt sér stað í Reynisfjöru nú í dag 8. febrúar.

Sem betur fer var þarna réttur maður á réttum stað, en það er ekki víst að svo verði alltaf.
Hvað þarf að gerast til að ástandið í Reynisfjöru verði tekið föstum tökum og eitthvað gert í málunum annað en að tala og tala.
Er gjaldið kannski líf tveggja barna?“ segir í færslunni sem sett var inn í kvöld.

mbl.is