Stjórnvöld í Súdan hafa verið beðin um að færa Omar al-Bashir í hendur stríðsglæpadómstólsins í Haag.
Stjórnvöld í Súdan hafa verið beðin um að færa Omar al-Bashir í hendur stríðsglæpadómstólsins í Haag.
Stjórnvöld í Súdan hafa verið beðin um að færa Omar al-Bashir í hendur stríðsglæpadómstólsins í Haag.
Forsetinn fyrrverandi er sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna átakanna sem brutust út í Darfur-héraði árið 2003.
Omar-al Bashir var steypt af stóli í apríl í fyrra. Hann komst til valda í Súdan í valdaráni hersins árið 1989 og stjórnaði landinu með harðri hendi.
Saksóknarar stríðsglæpadómstólsins hafa óskað eftir því að hann sitji réttarhöld vegna drápanna í Darfur, að sögn BBC.
Að sögn Sameinuðu þjóðanna voru um 300 þúsund manns drepin og um 2,5 milljónir þurftu að flýja heimili sín í stríðinu.
Í desember hlaut Bashir tveggja ára dóm fyrir spillingu og var gert að afplána dóminn í betrunarstöð í stað fangelsis.