Auglýsing frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir nýbakaðar mæður hefur farið á flug á netinu eftir að sjónvarpsstöðin ABC neitaði að sýna hana á meðan Óskarsverðlaunin voru afhent á sunnudagskvöldið síðasta.
Auglýsing frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir nýbakaðar mæður hefur farið á flug á netinu eftir að sjónvarpsstöðin ABC neitaði að sýna hana á meðan Óskarsverðlaunin voru afhent á sunnudagskvöldið síðasta.
Auglýsing frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir nýbakaðar mæður hefur farið á flug á netinu eftir að sjónvarpsstöðin ABC neitaði að sýna hana á meðan Óskarsverðlaunin voru afhent á sunnudagskvöldið síðasta.
ABC taldi auglýsinguna frá Frida Mom vera of myndræna en í henni má sjá nýbakaða móður vakna um miðja nótt og með erfiðleikum fara á klósettið. Hin nýbakaða móðir notar alls konar vörur með misgóðum árangri. Í lok auglýsingarinnar segir „Tíminn eftir fæðingu þarf ekki að vera svona erfiður“ og á eftir koma vörur sem auðvelda konum þennan tíma.
Frida Mom birti auglýsinguna á YouTube-rás sinni með þeim formerkjum að þessari auglýsingu hafi verið hafnað af ABC. „Hún er ekki ofbeldisfull, pólitísk eða kynferðisleg. Auglýsing okkar er ekki trúarleg né klúr og í henni sjást ekki byssur eða skotvopn,“ segir í myndbandi Frida Mom.