Frumkvöðull í danstónlist kvaddur

Talandi um tónlist! | 18. febrúar 2020

Frumkvöðull í danstónlist kvaddur

Í gær og í dag hafa tónlistarunnendur hér og erlendis minnst enska upptökustjórans, plötusnúðarins og tónlistarmannsins Andy Weatherall sem lést í gærmorgun eftir að hafa fengið stíflu í lungnaslagæðum 56 ára gamall. Á tíunda áratugnum þegar ný tegund af rafmagnaðri tónlist ruddi sér til rúms var hann einn helsti fararstjórinn, sér í lagi fyrir vinnu sína með bresku sveitinni Primal Scream. 

Frumkvöðull í danstónlist kvaddur

Talandi um tónlist! | 18. febrúar 2020

Fáir listamenn hafa haft jafn mikil áhrif á raftónlist og …
Fáir listamenn hafa haft jafn mikil áhrif á raftónlist og Andrew Weatherall. Ljósmynd/Rottersgolfclub.com

Í gær og í dag hafa tónlistarunnendur hér og erlendis minnst enska upptökustjórans, plötusnúðarins og tónlistarmannsins Andy Weatherall sem lést í gærmorgun eftir að hafa fengið stíflu í lungnaslagæðum 56 ára gamall. Á tíunda áratugnum þegar ný tegund af rafmagnaðri tónlist ruddi sér til rúms var hann einn helsti fararstjórinn, sér í lagi fyrir vinnu sína með bresku sveitinni Primal Scream. 

Í gær og í dag hafa tónlistarunnendur hér og erlendis minnst enska upptökustjórans, plötusnúðarins og tónlistarmannsins Andy Weatherall sem lést í gærmorgun eftir að hafa fengið stíflu í lungnaslagæðum 56 ára gamall. Á tíunda áratugnum þegar ný tegund af rafmagnaðri tónlist ruddi sér til rúms var hann einn helsti fararstjórinn, sér í lagi fyrir vinnu sína með bresku sveitinni Primal Scream. 

Weatherall var uppstökustjóri á plötunni Screamadelica sem olli straumhvörfum þegar hún kom út árið 1991. Platan varð gríðarlega vinsæl og varð til þess að rave-menningin komst í meginstrauminn, ekki síst hér á landi þar sem tengslin við tónlistarjaðarinn í London voru mikil og Weatherall kom nokkrum sinnum hingað til lands til að spila. 

Weatherall var annálaður fyrir skopskyn sitt og lýsti ófeiminn skoðunum sínum á hljómsveitum og tónlistarmönnum sem hann virtist hafa haft lítið álit á og sagði „almennt sársaukafullt að umgangast,“ músíkantar hefðu viðkvæm egó með háleitar hugmyndir um tónlist sína. Þetta kom í það minnsta fram í viðtali við Alexis Petridis hjá The Guardian.

Primal Scream, sem eru á leið til landsins á Secret Solstice í sumar, hafi þó borið gæfu til að treysta honum fullkomnlega við gerð Screamadelicu. Lagið Loaded er jafnan talið hápunktur plötunnar og Weatherall talaði um að hafa ekki ekki haft hugmynd um hverjar reglurnar væru í upptökustjórn og þess vegna hafi hann brotið þær óafvitandi. 

Weatherall tók ótal snúninga á listamannaferli sínum. Gaf út tónlist undir mörgum mismunandi nöfnum og freistaðist aldrei til þess að fara auðveldu leiðirnar í sókn eftir fé eða frama.

Upptökustjórar eða plötusnúðar geta verið frekar óljós hugtök. Auðvitað getur hver sem er sett plötu á fóninn og kallað sig plötusnúð. Þegar kemur að endurhljóðblöndunum vandast málið og þar eru frægustu nöfnin sem skemmta í endalausum partýum á sólarströndunum ekki alltaf sterkastir á svellinu. Þá þarf að ímynda sér tónlistina upp á nýtt, sjá fyrir hvernig er hægt að búa til nýjar lendur sem enginn hefur numið áður. Þar eru þaulæfðir tónlistarmenn heldur ekki alltaf besti kosturinn.

Í stuttmyndinni hér að neðan er skyggnst inn í heim Weatheralls sem hafði afburða þekkingu á tónlist og listum en hann nam við listaskóla á sínum yngri árum og stefndi upphaflega að eiga feril í myndlist.

mbl.is