Tyrknesk yfirvöld hafa fyrirskipað handtökur hundraða einstaklinga, sem sagðir eru hafa tengsl við valdaránstilraunina í Tyrklandi árið 2016. Frá þessu greinir Anadolu-fréttaveitan í Tyrklandi.
Tyrknesk yfirvöld hafa fyrirskipað handtökur hundraða einstaklinga, sem sagðir eru hafa tengsl við valdaránstilraunina í Tyrklandi árið 2016. Frá þessu greinir Anadolu-fréttaveitan í Tyrklandi.
Tyrknesk yfirvöld hafa fyrirskipað handtökur hundraða einstaklinga, sem sagðir eru hafa tengsl við valdaránstilraunina í Tyrklandi árið 2016. Frá þessu greinir Anadolu-fréttaveitan í Tyrklandi.
Tugir þúsunda manna hafa verið handteknir á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru frá því að valdaránstilraunin var gerð en tyrknesk stjórnvöld hafa kennt klerknum Fethullah Gulen, sem er búsettur í Bandaríkjunum, um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina. Því hefur hann alltaf neitað.
Hann á sér þó fjölda stuðningsmanna í tyrknesku samfélagi og hafa þeir kerfisbundið sætt handtökum frá því valdaránstilraunin var gerð.
Nýjustu handtökuskipanir tyrkneskra saksóknara ná til um það bil 700 manns, en saksóknarar í Ankara fara fram á að 467 verði handteknir í 67 borgum og bæjum landsins vegna meintrar hagræðingar úrslita í inngönguprófum lögreglunnar.
Þá fara saksóknarar í Ízmír fram á að 157 manns innan sjó- og flughers landsins verði handteknir vegna tengsla við Gulen-hreyfinguna.
Samkvæmt frétt Anadolu er svo einnig farið fram á að 71 einstaklingur innan dómskerfisins í alls 15 borgum verði handtekinn, vegna meintra tengsla við Gulen.