Trump hneykslaður á valinu

Trump hneykslaður á valinu

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafði bandarísku kvikmyndaakademíuna að háði og spotti í gærkvöldi fyrir að hafa veitt suðurkóresku kvikmyndinni Parasite (Sníkjudýrunum) helstu verðlaun hátíðarinnar.

Trump hneykslaður á valinu

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 21. febrúar 2020

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafði bandarísku kvikmyndaakademíuna að háði og spotti í gærkvöldi fyrir að hafa veitt suðurkóresku kvikmyndinni Parasite (Sníkjudýrunum) helstu verðlaun hátíðarinnar.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafði bandarísku kvikmyndaakademíuna að háði og spotti í gærkvöldi fyrir að hafa veitt suðurkóresku kvikmyndinni Parasite (Sníkjudýrunum) helstu verðlaun hátíðarinnar.

Á kosningafundi í Colorado sagðist hann velta fyrir sér hversu léleg Óskarsverðlaunahátíðin hafi verið í ár þar sem myndin sem þótti best hafi verið útlend.

„Sigurvegarinn er mynd frá Suður-Kóreu. Hvað í fjandanum snýst þetta eiginlega um? Við eigum í nægum vandræðum með Suður-Kóreu, vöruskiptin og því þá til viðbótar að veita þeim verðlaun fyrir bestu mynd ársins? Var hún svo góð?“

Trump bætti síðan við: „Fáum Á hverfanda hveli aftur. Getum við fengið Á hverfanda hveli aftur takk fyrir? Það var myndin sem var valin besta myndin árið 1940. Fyrir 80 árum. Sunset Boulevard. Svo margar stórkostlegar myndir,“ sagði Trump á fundinum. 

Síðan lék Trump hlutverk kynnisins á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir kjósendur. „Sigurvegarinn er frá Suður-Kóreu,“ sagði hann á fundinum og bætti við: Ég hélt að það væri besta erlenda myndin, ekki satt?, Besta erlenda myndin. Nei. Hefur þetta gerst einhvern tíma áður?“

Dreifingaraðili Parasite, Neon, setti inn færslu á Twitter í kjölfar ummæla Trump. „Skiljanlegt, hann er ólæs. 

Bong Joon-ho  hreppti fern verðlaun fyrir kvikmynd sína Parasite eða Sníkjudýr. Hlaut hann verðlaun fyrir bestu leikstjórn, bestu kvikmynd sem og bestu erlendu kvikmynd og besta frumsamda handrit en það skrifaði hann með Han Jin Won. Kom mörgum Óskarsspámanninum á óvart að Parasite yrði fyrir valinu sem besta kvikmyndin því hún er ekki með ensku tali en allar sigurmyndir frá upphafi í þessum aðalflokki Óskarsins, flokki bestu kvikmyndar, hafa verið á ensku. Franska kvikmyndin The Artist hlaut að vísu verðlaunin árið 2012 en hún var án tals.

mbl.is