Hagnaður Iceland Seafood 1,3 milljarðar

Iceland Seafood | 26. febrúar 2020

Hagnaður Iceland Seafood 1,3 milljarðar

Hagnaður sjávarafurðafyrirtækisins Iceland Seafood International nam níu milljónum evra, eða tæplega 1,3 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári eftir skatta og fyrir einskiptisliði, en var 5,7 milljónir evra árið 2018, og jókst þannig um 58% milli ára. Að teknu tilliti til einskiptisliða upp á 2,9 milljónir evra eftir skatta nam hagnaðurinn 853 milljónum króna.

Hagnaður Iceland Seafood 1,3 milljarðar

Iceland Seafood | 26. febrúar 2020

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst ánægður með rekstrarniðurstöðu félagsins.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst ánægður með rekstrarniðurstöðu félagsins. Haraldur Jónasson/Hari

Hagnaður sjávarafurðafyrirtækisins Iceland Seafood International nam níu milljónum evra, eða tæplega 1,3 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári eftir skatta og fyrir einskiptisliði, en var 5,7 milljónir evra árið 2018, og jókst þannig um 58% milli ára. Að teknu tilliti til einskiptisliða upp á 2,9 milljónir evra eftir skatta nam hagnaðurinn 853 milljónum króna.

Hagnaður sjávarafurðafyrirtækisins Iceland Seafood International nam níu milljónum evra, eða tæplega 1,3 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári eftir skatta og fyrir einskiptisliði, en var 5,7 milljónir evra árið 2018, og jókst þannig um 58% milli ára. Að teknu tilliti til einskiptisliða upp á 2,9 milljónir evra eftir skatta nam hagnaðurinn 853 milljónum króna.

Einskiptisliðirnir sem um ræðir eru breytingar á stjórnendateymi móðurfélags og starfsemi á Spáni, endurskipulagning á Spáni vegna yfirtöku á Icelandic Iberia og Iceland Seafood Spain, kostnaður vegna skráningar á hlutabréfamarkað og endurskipulagning félagsins á Íslandi og í Bretlandi.

Eignir félagsins jukust á síðasta ári um rúm átta prósent. Þær námu í lok árs 2019 209,5 milljónum evra, eða 29,3 milljörðum króna, en voru 194 milljónir evra í lok árs 2018.

Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs rúmlega 80 milljónum evra, eða 11,2 milljörðum króna, og jókst umtalsvert milli ára, eða um rúmlega 35%. Það var rúmlega 59 milljónir evra í lok árs 2018. Eiginfjárhlutfall Iceland Seafood var 38,3% í lok árs 2019, en 30.6% í lok 2018.

Ánægja með niðurstöðuna

Bjarni Ármannsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningu félagsins til kauphallar að ánægja sé með niðurstöðu ársins, enda hafi afkoman verið í takt við áætlanir.

Eins og segir í tilkynningunni stefnir félagið á að skila 20 milljónum evra í árshagnað fyrir skatta á næstu 3-5 árum, en því ætlar félagið m.a. að ná fram með bættri samlegð við dótturfyrirtækin á Spáni.

mbl.is