Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
lífið hefur svo sannarlega samið eitthvað nýtt fyrir þig. Fólk tekur eftir þér hvar sem þú ferð og þú gerir þér fyllilega grein fyrir því þú ert tilbúinn til að gefa þig allan. Þú ert svo dýrðlegur eða dýrslegur, smart og öðruvísi.
Það er pínulítil þreyta eða leti í kortunum þínum og það er heldur ekkert að því að skríða undir feld í smátíma og efla orkuna. Því fyrir miðjan mars er svo margt að bætast við lífið þitt. Það er að bætast í ástina hjá þeim sem eru að leitast eftir því. Það eru að bætast við áskoranir og vinnu sem spennir bogann hjá Bogmanninum og eftir því sem þú spennir hann meira muntu skjóta lengra, bæði í ást og frama.
Á báðum stigum áttu að taka meiri áhættu en meðalmaðurinn. Átt að trúa að þú náir í þessa týpuna eða getir byggt þetta hús, eða sigrað þennan skóla. Meðalmennskan gerir þig hálf „dull“ og ég kannast ekki við neinn í þessu merki sem er það.
Þú fjarlægir hindranir án þess að aðrir sjái, jafnvel telur þér trú um það séu engar og trúin flytur fjöll og fjarlægir hindranir. Þú skalt hætta öllum fordómum, því fordómar eru að dæma eitthvað fyrirfram. Þar af leiðandi eru þeir afkvæmi heimskunnar og hættu að láta fréttir hafa áhrif á þig, því þú ert skoðanamikill og stundum um of.
Leiktu þér áfram lífið næstu tvo mánuði, því vinnan, ástin og verkefnin verða eins og leikur og þá skemmta allir sér.
Þinn sterkasti þáttur að þegar þú talar þá talarðu frá hjartanu og ert svo sannarlega þú sjálfur. Þú átt eftir að stöðva setningarnar oft hjá þér þegar þú ert pirraður út í aðra þó þeir eigi það skilið. En þú munt sleppa að láta út hvað þér finnst. Þú munt stoppa leiðindin og orðin þín munu ljóma frá hjartanu.
Við erum kannski allt of oft að leitast eftir því að virðast svo allt of gáfuð og þorum ekki að gera neitt nema það sé fullkomið. Góður vinur minn sagði eitt sinn við mig að þegar hann var ungur leit hann upp til gáfaða fólksins, en þegar hann varð eldri sá hann að það var góða fólkið sem hann leit upp til. Það var það sem breytti lífi hans. Þannig verður það góðmennskan sem færir þér það sem þú þarft og vilt.
Knús & Koss,
Sigga Kling