Nautið: Með vorinu koma peningarnir

Marsspá Siggu Kling | 27. febrúar 2020

Nautið: Með vorinu koma peningarnir

Elsku Nautið mitt,

Nautið: Með vorinu koma peningarnir

Marsspá Siggu Kling | 27. febrúar 2020

Elsku Nautið mitt,

Elsku Nautið mitt,

þú ert á bráðgóðu tímabili. Passaðu þig á að hafa ekki lognmollu í kringum þig því innst inni elskarðu fjörið. Þú ert búinn að taka skemmtilega hluti að þér sem gætu tengst ferðalögum, ferðamönnum eða einhverskonar keimlíkri hressingu fyrir fólk. Eitthvað af þessum atriðum munu magnast upp og búa til pláss fyrir meiri, spennandi og betri aðstæðum.

Tilfinningarnar þínar eru eins og þegar beljunum er hleypt út á vorin. Þig langar að hafa frið en svo langar þig líka að hafa margbreytileikann. Þegar 9. mars birtist hjá þér elskan mín, þá er fullt tungl í Meyjarmerkinu, þá geturðu séð hvernig þú sameinar allt, skipuleggur allt og þú gerir einhver tilboð eða færð, þetta er eitthvað svo spennandi.

Þegar líða tekur nær vorinu þá koma til þín þeir peningar sem þú ert búinn að vera að hugsa um og þú getur reddað málunum, áhyggjur eru alveg ástæðulausar og til einskis nýtar. Þú ert í óðaönn að slíta þig frá meðvirkni og sýna sjálfum þér og öðrum hvernig þú getur breytt lífinu sjálfur.

Sumt fólk slíturðu þó ekki af þér, því það er partur af þér sjálfum og mun aldrei sleppa þér alveg sama hvað  þú reynir. Vertu þá bara ánægður að hafa einhvern svona þétt upp að þér. Ástin blómstrar í þínu merki, það er gredda í mörgu til að breyta lífinu, ná sér í kærasta eða kærustu og vera hamingjusamur og þú færð möguleika í bunkum, hvað viltu, hvað viltu ekki, það er spurningin.

Ég er viss um að það er manneskja í Steingeitarmerkinu sem á eftir að hafa mikil áhrif á þig þegar nær dregur vori, það er svo spennandi! Láttu fólk í kringum þig vita hugmyndir og áætlanir þínar, ekki hafa neina trú á að einhver steli frá þér einhverju sem er þitt, það kemur til þín fólk sem hvetur þig til dáða og hjálpar þér, því þú ert alltaf að gera allt upp á eigin spýtur.

Þú sest í þá tilfinningu að þú viljir að ekkert ófyrirséð hendi þig, en mikið er það eitthvað þurrt og leiðinilegt, svo taktu því óvænta fagnandi þá upplifirðu þessi ævintýri og hamingjuna sem verður allt í kringum þig.

Knús & Koss,

Sigga Kling

mbl.is