Evrópusambandið hækkar viðbúnaðarstig

Evrópusambandið | 2. mars 2020

Evrópusambandið hækkar viðbúnaðarstig

Evrópusambandið hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig sitt vegna kórónuveirunnar COVID-19. Tala látinna náði 3.000 í dag og nálgast fjöldi smitaðra á heimsvísu nú 90.000 í 60 löndum.

Evrópusambandið hækkar viðbúnaðarstig

Evrópusambandið | 2. mars 2020

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hækkaði viðbúnaðarstig vegna …
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hækkaði viðbúnaðarstig vegna kórónuveirunnar í dag. AFP

Evrópusambandið hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig sitt vegna kórónuveirunnar COVID-19. Tala látinna náði 3.000 í dag og nálgast fjöldi smitaðra á heimsvísu nú 90.000 í 60 löndum.

Evrópusambandið hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig sitt vegna kórónuveirunnar COVID-19. Tala látinna náði 3.000 í dag og nálgast fjöldi smitaðra á heimsvísu nú 90.000 í 60 löndum.

Viðbúnaðarstig vegna veirunnar í Evrópu hefur verið hækkað í „miðlungs til mikil hætta“ (e. moderate to high risk) vegna tvöföldunar á tilfellum á Ítalíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Þar hafa 1.500 smit verið staðfest og eru 34 látnir.

Ljóst þykir að útbreiðsla kórónuveirunnar muni hafa áhrif á efnahag heimsins, en Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) lækkaði í dag spá sína um hagvöxt á heimsvísu í 2,4% og hefur hún ekki verið lægri síðan efnahagskreppan skall á árið 2008.

Hérlendist hafa þrjú tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest og eru á þriðja hundrað í sóttkví.

Tekið skal fram að um 80% þeirra sem veikjast af COVID-19 fá aðeins væg einkenni. Einstaklingar yfir 60 ára og þeir sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eru í mestri hættu á að veikjast.

mbl.is