Helga Reynisdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda mbl.is um allt sem tengist meðgöngu og fæðingu. Hér svarar Helga íslenskum manni sem spyr hvort hann geti starfað í stétt ljósmæðra sem ljósfaðir.
Helga Reynisdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda mbl.is um allt sem tengist meðgöngu og fæðingu. Hér svarar Helga íslenskum manni sem spyr hvort hann geti starfað í stétt ljósmæðra sem ljósfaðir.
Helga Reynisdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda mbl.is um allt sem tengist meðgöngu og fæðingu. Hér svarar Helga íslenskum manni sem spyr hvort hann geti starfað í stétt ljósmæðra sem ljósfaðir.
Kæra Helga.
Get ég orðið ljósfaðir?
Kveðja Helgi Þór
Sæll Helgi og takk kærlega fyrir fyrirspurnina!
Auðvitað getur þú orðið ljósfaðir og við ljósmæður bíðum spenntar eftir karlmönnum í fagið. Sá fyrsti væri að skrá nafnið sitt í spjöld sögunnar því á Íslandi hefur aldrei útskrifast „ljósfaðir“.
Auðvitað þyrftir þú að fara í gegnum nám en fyrir ljósmóðurfræði er forkrafa að vera með B.Sc í hjúkrunarfræði. Við það bætist 2 ára ljósmæðranám á meistarastigi og í því námi eru innifaldar 1.600 klst. í starfsþjálfun. Í hverjum nemendahópi eru 10-12 nemendur og námið er einstaklega skemmtilegt.
Ég mæli eindregið með þessu starfi og í löndunum í kringum okkar starfa karlmenn innan geirans.
Kær kveðja,
Helga Reynisdóttir ljósmóðir.
Þú getur sent ljósmæðrunum spurningu HÉR.