„Maður má ekki misstíga sig“

Talandi um tónlist! | 2. mars 2020

„Maður má ekki misstíga sig“

„Maður má ekki misstíga sig,“ segir Reynir Þorvaldsson plötuútgefandi um útgáfustarfsemina, mikilvægt sé að allar útgáfur séu góðar. Á tímum þegar megnið af útgefinni tónlist er á stafrænu formi eru plötubúðir að fikra sig út í útgáfu. Reynir er hjá Reykjavik Record Shop en sömu sögu er að segja af Lucky Records á Rauðarárstígnum sem hefur gefið út töluvert af vínyl að undanförnu.

„Maður má ekki misstíga sig“

Talandi um tónlist! | 2. mars 2020

„Maður má ekki misstíga sig,“ segir Reynir Þorvaldsson plötuútgefandi um útgáfustarfsemina, mikilvægt sé að allar útgáfur séu góðar. Á tímum þegar megnið af útgefinni tónlist er á stafrænu formi eru plötubúðir að fikra sig út í útgáfu. Reynir er hjá Reykjavik Record Shop en sömu sögu er að segja af Lucky Records á Rauðarárstígnum sem hefur gefið út töluvert af vínyl að undanförnu.

„Maður má ekki misstíga sig,“ segir Reynir Þorvaldsson plötuútgefandi um útgáfustarfsemina, mikilvægt sé að allar útgáfur séu góðar. Á tímum þegar megnið af útgefinni tónlist er á stafrænu formi eru plötubúðir að fikra sig út í útgáfu. Reynir er hjá Reykjavik Record Shop en sömu sögu er að segja af Lucky Records á Rauðarárstígnum sem hefur gefið út töluvert af vínyl að undanförnu.

Í myndskeiðinu er rætt við Reyni og Bob Cluness hjá Lucky Records en báðar búðirnar stóðu að útgáfum sem fengu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum. Plötur RSS fengu tíu tilnefningar í gjörólíkum flokkum tónlistar sem er býsna góður afrakstur.

Á síðasta ári komu út fimm útgáfur á vegum RSS og Reynir stefnir að sama fjölda í ár. Þar má nefna endurútgáfu á klassískri skífu gítarsveitarinnar Sudden Weather Change,  Stop! Hand Grenade In The Name Of Crib Death ‘nderstand?, tónlist fyrir hvítvoðunga sem Steinunn Eldflaug í dj flugvél og geimskip er með í bígerð og fyrstu breiðskífu Ingibjargar Elsu Turchi.

Allt í allt hafa 19 titlar komið út á vegum RSS. 14 sem eru framleiddir hjá Úlfari Jacobsen sem rekur litla vínylframleiðslu undir merkjum vinyll.is en fimm stórar plötur hafa verið pressaðar erlendis. Þar má nefna Týndu rásina með Grísalappalísu og Heigla með Pink Street Boys. Það ber þó að taka fram að útgáfan einskorðast við vínyl-þáttinn. Listamennirnir eiga allan rétt að sínum hugverkum og samningagerð felst í handsali.

Rétti jarðvegurinn

Fræg dæmi eru um að plötubúðir hasli sér völl í útgáfustarfsemi. Rough Trade í London er líklega eitt þekktasta dæmið. Reynir virðist hafa reiknað með spurningu um hvort það sé eðlilegt skref hjá búðunum að fara út í útgáfu. „Já, planið hjá mér er plötubúð, plötútgáfa og svo flugfélag,“ segir hann og hlær en þá væri hann að feta í fótspor Richards Bransons og Virgin-veldisins. En að öllu gríni slepptu segir hann plötubúðarreksturinn góðan grunn í útgáfunni. „Þú finnur að hverju fólk er að leita, hvað vantar og hvað selst,“ segir Reynir.

Djassplatan Allt er ómælið með þeim Tuma Árnasyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen var fyrsta stóra útgáfan hjá Reyni sem var pressuð erlendis en hann segir mikilvægt að skila slíkri tónlist á vínyl. „Djass verður bara að koma út á vínyl. Það er bara möst,“ segir Reynir en bætir við að íslenskir djasshausar séu ekki svo margir þannig að markaðurinn sé ekki svo stór.

Grípa þá sem falla á milli þilja

Í Lucky Records ræddi ég við Bob Cluness sem hefur unnið að útgáfuþættinum í rekstrinum en Ingvar Geirson eigandi búðarinnar var staddur erlendis. Bob sem hefur verið mikill drifkraftur í íslensku tónlistarlífi um árabil segir ákveðið tómarúm hafa myndast í íslenskri útgáfu. „Þú ert með þá sem gera hlutina sjálfir í neðanjarðar-senunni allt frá metal út í raftónlist. Síðan ertu með stærri útgáfur eins og Öldu og Record Records en þar í milli er bil. Þar er tónlist á borð við jass og tilraunakennda raftónlist sem passar ekki alveg í hina flokkana. „Eitt af markmiðum okkar er grípa þessa listamenn áður en þeir falla á milli þilja,“ útskýrir Bob.


 

mbl.is