Iceland Seafood fjárfestir og sameinar félög

Iceland Seafood | 4. mars 2020

Iceland Seafood fjárfestir og sameinar félög

Iceland Seafood undirritaði í morgun samning um kaup á framtíðar vinnsluhúsnæði og frystigeymslu í Grimsby í Bretlandi. Vinnsluhúsnæðið er um 10 þúsund fermetrar og frystigeymslurými er um 2.000 tonn.

Iceland Seafood fjárfestir og sameinar félög

Iceland Seafood | 4. mars 2020

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. mbl.is/​Hari

Iceland Seafood undirritaði í morgun samning um kaup á framtíðar vinnsluhúsnæði og frystigeymslu í Grimsby í Bretlandi. Vinnsluhúsnæðið er um 10 þúsund fermetrar og frystigeymslurými er um 2.000 tonn.

Iceland Seafood undirritaði í morgun samning um kaup á framtíðar vinnsluhúsnæði og frystigeymslu í Grimsby í Bretlandi. Vinnsluhúsnæðið er um 10 þúsund fermetrar og frystigeymslurými er um 2.000 tonn.

Þá kaupir Iceland Seafood út minnihlutaeigandur í Havelok og á nú bæði félögin sem sameinast síðar á árinu 100%. Fjárfesting í aukinni vinnslugetu og framtíðarhúsnæði mun nema um 800-900 milljónum. Með kaupunum á minnihluta í Havelok er heildarfjárfesting um 1,3-1,4 milljarðar króna, að því er félagið greinir frá í tilkynningu.

Þar segir að félögin tvö sem um ræði séu Havelok í Grimsby og Iceland Seafood Barraclough sem muni sameinast undir nafninu Iceland Seafood UK Ltd.

Sér fram á umtalsverða aukningu í veltu og fjölda starfsfólks

„Samanlögð velta félaganna á síðasta ári nam um 60 milljónum evra og hjá félögunum vinna samtals 130 starfsmenn. Með þessari fjárfestingu sér félagið fram á umtalsverða aukningu í veltu og fjölda starfsfólks á komandi árum.

Fjárhagsleg áhrif af kaupunum, sameiningunni og fjárfestingunni munu byrja að koma fram á næsta ári og velta á viðtökum viðskiptavina okkar í Bretlandi,“ segir í tilkynningunni.

„Að okkar mati er núna rétti tíminn til að fjárfesta í Bretlandi. Við eigum sögulega mjög sterkar tengingar við Bretland sem einn allra mikilvægasta fiskmarkað fyrir okkur Íslendinga. Iceland Seafood hefur verið með tvö öflug vinnslufyrirtæki í Bretlandi og fjárfestir nú í stóru vinnsluhúsnæði til að þjónusta vaxandi þarfir okkar viðskiptavina fyrir sjávarafurðir. Við erum með öflugt stjórnendateymi og sjáum jafnframt hagræðingar- og sóknartækifæri í þessari sameiningu og fjárfestingu til vaxtar. Við erum því spennt fyrir þessari fjárfestingu og framtíðarmöguleikunum á þessum markaði,” segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. 

mbl.is