Efling og borgin semja — verkfalli aflýst

Kjaraviðræður | 10. mars 2020

Efling og borgin semja — verkfalli aflýst

Efling - stéttarfélag og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum  í nótt eftir meira en mánaðarlangar verkfallsaðgerðir um 1.800 félagsmanna Eflingar og stífar viðræður hjá ríkissáttasemjara. 

Efling og borgin semja — verkfalli aflýst

Kjaraviðræður | 10. mars 2020

Starfsemi er hafin að fullu að nýju í leikskólanum Sólborg, …
Starfsemi er hafin að fullu að nýju í leikskólanum Sólborg, rétt eins og öðrum leikskólum borgarinnar, eftir verkfall félagsmanna Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efl­ing - stétt­ar­fé­lag og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rituðu kjara­samn­ing á fjórða tím­an­um  í nótt eft­ir meira en mánaðarlang­ar verk­fallsaðgerðir um 1.800 fé­lags­manna Efl­ing­ar og stíf­ar viðræður hjá rík­is­sátta­semj­ara. 

Efl­ing - stétt­ar­fé­lag og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rituðu kjara­samn­ing á fjórða tím­an­um  í nótt eft­ir meira en mánaðarlang­ar verk­fallsaðgerðir um 1.800 fé­lags­manna Efl­ing­ar og stíf­ar viðræður hjá rík­is­sátta­semj­ara. 

Ótíma­bundnu verk­falli sem staðið hef­ur yfir í tæp­an mánuð hef­ur því verið af­lýst og fé­lags­menn Efl­ing­ar hjá borg­inni snúa því aft­ur til vinnu í dag, meðal ann­ars á leik­skóla þar sem verk­fallið hef­ur haft hvað mest áhrif. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á samningafundi í gær, sem …
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, á samn­inga­fundi í gær, sem reynd­ist sá síðasti í deil­unni sem staðið hef­ur yfir svo mánuðum skipt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Allt að 112.000 króna hækk­un á samn­ings­tím­an­um

Samn­ing­ur­inn nær til um 1.850 Efl­ing­ar­fé­laga í störf­um hjá Reykja­vík­ur­borg. Lang­flest­ir þeirra eru kon­ur í sögu­lega van­metn­um kvenna­störf­um við umönn­un, þrif, þvotta og mötu­neyt­is­störf. Aðrir starfa m.a. við gatnaviðhald og sorp­hirðu. Gild­is­tími samn­ings­ins er til 31. mars 2023.

Með samn­ingn­um hækka byrj­un­ar­laun Efl­ing­ar­fé­laga í lægstu launa­flokk­um um allt að rúm­lega 112.000 krón­ur á samn­ings­tím­an­um miðað við fullt starf, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Efl­ing­ar. Hækk­un­um um­fram 90 þúsund króna taxta­hækk­un að fyr­ir­mynd al­menna vinnu­markaðar­ins er náð fram með töflu­breyt­ingu sem skap­ar að meðaltali um 7.800 krón­ur í viðbót­ar­grunn­launa­hækk­un hjá öll­um Efl­ing­ar­fé­lög­um og einnig er samið um sér­staka viðbót­ar­hækk­un lægstu launa í formi sér­greiðslu.

Verkfalli félagsmanna Eflingar í Reykjavíkurborg er lokið eftir að samningar …
Verk­falli fé­lags­manna Efl­ing­ar í Reykja­vík­ur­borg er lokið eft­ir að samn­ing­ar náðust í nótt og leik­skóla­börn geta því öll snúið aft­ur í leik­skól­ana. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sér­greiðslan sem um samd­ist er 15.000 krón­ur í lægstu launa­flokk­um og fjar­ar út eft­ir því sem ofar dreg­ur í launa­flokk­um. Sér­greiðslan kem­ur á 26 starfs­heiti Efl­ing­ar önn­ur en þau sem þegar hafa sér­staka kaupauka. Hún mun skila sér í stig­lækk­andi mynd til tæp­lega þriggja af hverj­um fjór­um Efl­ing­ar­fé­lög­um hjá borg­inni.

Marg­vís­leg­ar kjara­bæt­ur aðrar en grunn­launa­hækk­an­ir eru í samn­ingn­um, svo sem stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, út­færð bæði fyr­ir dag­vinnu- og vakta­vinnu­fólk. Greiðsla 10 yf­ir­vinnu­tíma á mánuði til leik­skóla­starfs­fólks er nú tryggð í kjara­samn­ingi í formi nýrr­ar sér­greiðslu. Nám­skeiðum og fræðslu er gefið aukið vægi í launa­mynd­un ein­stakra starfs­manna.

„Efl­ing lít­ur á samn­ing­inn sem sig­ur eft­ir langa og stranga bar­áttu þar sem tek­ist var hart á um rétt­mæti krafna fé­lags­ins og verk­falls­vopn­inu beitt,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins sem send var fjöl­miðlum eft­ir að samn­ing­ar náðust. 

Ósamið í öðrum sveit­ar­fé­lög­um

Verk­fall fé­lags­manna Efl­ing­ar sem starfa hjá sveit­ar­fé­lög­um utan Reykja­vík­ur hófst á há­degi í gær. Verk­fallið nær til 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa hjá Kópa­vogi, Mos­fells­bæ, Seltjarn­ar­nesi, Hvera­gerði og Ölfusi, en flest­ir sem fara í verk­fall starfa hjá Kópa­vogs­bæ.

Ekki hef­ur verið boðað til fund­ar í þeirri deilu. 

mbl.is