Syngur á hlaupabrettinu

Líkamsrækt stjarnanna | 12. mars 2020

Syngur á hlaupabrettinu

Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig tónlistarkonur fara að því að hoppa og skoppa um sviðið á meðan þær syngja. Söngurinn oftar en ekki óaðfinnanlegur en ástæðan á bak við það eru þrotlausar æfingar. 

Syngur á hlaupabrettinu

Líkamsrækt stjarnanna | 12. mars 2020

Carrie Underwood er í fantaformi og hleypur á hlaupabrettinu.
Carrie Underwood er í fantaformi og hleypur á hlaupabrettinu. AFP

Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig tónlistarkonur fara að því að hoppa og skoppa um sviðið á meðan þær syngja. Söngurinn oftar en ekki óaðfinnanlegur en ástæðan á bak við það eru þrotlausar æfingar. 

Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig tónlistarkonur fara að því að hoppa og skoppa um sviðið á meðan þær syngja. Söngurinn oftar en ekki óaðfinnanlegur en ástæðan á bak við það eru þrotlausar æfingar. 

Einkaþjálfarinn Erin Oprea, einkaþjálfari Carrie Underwood, lætur hana syngja á meðan æfingum stendur. 

„Mitt aðalverkefni er að gera þær tilbúnar til þess að syngja á sviðinu og dansa og hreyfa sig. Ég segi þeim að hlaupa og syngja, sippa og syngja. Þær horfa skringilega á mig, en þegar þú ert á sviðinu að dansa, þá er mjög gott að vera undirbúinn fyrir það og verða ekki andstutt,“ sagði Oprea í viðtali við Insider

Oprea er með fleiri söngkonur í þjálfun hjá sér, þar á meðal Maren Morris, Ryan Hurd og Kelsea Ballerini. 

Carrie Underwood er dugleg í ræktinni.
Carrie Underwood er dugleg í ræktinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is