Annie Mist kennir heiminum heimaæfingar

Heilsurækt | 17. mars 2020

Annie Mist kennir heiminum heimaæfingar

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir leggur sitt af mörkum í sambandi við kórónuveiruna. Nú þegar margir æfa heima hefur Annie birt hálftímalangt myndband á youtubesíðu sinni þar sem hún hvetur fólk til þess að taka vel á í stuttan tíma. Æfingar þurfi ekki alltaf að vera langar.

Annie Mist kennir heiminum heimaæfingar

Heilsurækt | 17. mars 2020

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir leggur sitt af mörkum í sambandi við kórónuveiruna. Nú þegar margir æfa heima hefur Annie birt hálftímalangt myndband á youtubesíðu sinni þar sem hún hvetur fólk til þess að taka vel á í stuttan tíma. Æfingar þurfi ekki alltaf að vera langar.

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir leggur sitt af mörkum í sambandi við kórónuveiruna. Nú þegar margir æfa heima hefur Annie birt hálftímalangt myndband á youtubesíðu sinni þar sem hún hvetur fólk til þess að taka vel á í stuttan tíma. Æfingar þurfi ekki alltaf að vera langar.

Annie er í hlutverki þjálfara í myndbandinu og er með nokkra iðkendur með sér. Allir iðkendur eru með dýnu og handlóð. Ef fólk á ekki handlóð er einfaldlega hægt að gera æfingar án lóða eða jafnvel fylla tvær vatnsflöskur og nota sem lóð. 

Æfingarnar eru í anda crossfit en þó einfaldar þannig að flestir sem hreyfa sig reglulega geta tekið þátt í þeim án þess að hafa lokið grunnnámskeiði í crossfit. Æfingarnar reyna bæði á styrk og þol en Annie hvetur fólk til þess að framkvæma æfingarnar af miklum ákafa. Á milli æfinga fær fólk stuttar pásur.

Fólk í sóttkví eða fólk sem vill ekki fara í ræktina akkúrat þessar vikurnar getur tekið vel á því með Annie heima í stofu. Æfingin er ekki löng en hún reynir svo sannarlega á. 

Hægt er að horfa á æfinguna í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman