„Þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó“

Krúttleg dýr | 19. mars 2020

„Þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó“

Stór gulur þorskur vakti heldur betur athygli þegar hann kom í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavík VE á þriðjudag. Ekki nokkur í Vinnslustöðinni mun hafa séð annan eins furðufisk og þann gula sem veiddur var 9 mílur vestur af Surtsey.

„Þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó“

Krúttleg dýr | 19. mars 2020

Sá guli er með þeim furðulegustu þorskum sem sést hefur.
Sá guli er með þeim furðulegustu þorskum sem sést hefur. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Stór gulur þorskur vakti heldur betur athygli þegar hann kom í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavík VE á þriðjudag. Ekki nokkur í Vinnslustöðinni mun hafa séð annan eins furðufisk og þann gula sem veiddur var 9 mílur vestur af Surtsey.

Stór gulur þorskur vakti heldur betur athygli þegar hann kom í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavík VE á þriðjudag. Ekki nokkur í Vinnslustöðinni mun hafa séð annan eins furðufisk og þann gula sem veiddur var 9 mílur vestur af Surtsey.

„Margt skrýtið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið. Þarna virðast Eyjamenn hafa veitt eina gulleintakið í þorskstofninum!“ sagði dr. Gunnar Jónsson fiskifræðingur þegar hann sá myndir af „gulbínóanum“ eins og hann er kallaður á vef Vinnslustöðvarinnar.

Vænn fiskur þó gulur sé.
Vænn fiskur þó gulur sé. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Gunnar, sem nú er á eftirlaunum, starfaði áður um árabil hjá Hafrannsóknastofnun og hefur hann meðal annars tekið saman sjávardýraorðabók á tíu tungumálum. Þá hefur hann sérhæft sig í að greina og skrá undarlega fiska og kveðst á vef Vinnslustöðvarinnar hafa orðið með tímanum hálfgerður furðufiskafræðingur.

Hvítingi sem lifði af einelti

Vinnslustöðin sendi einnig Gísla Jónssyni, sérgreinalækni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, myndir af þeim gula og svaraði hann að það væri ótrúlegt að þessi fiskur hefði ekki drepist fyrir löngu vegna eineltis.

„Mér sýnist á öllu að hér sé um meðfæddan erfðagalla að ræða. Þetta er „hvítingi“ (réttara væri að kalla hann „gulingja“ þegar um þorsk er að ræða!). Það vantar allar eðlilegar litafrumur í roðið og þess vegna fær það þennan glæra og gulleita blæ,“ segir Gísli um fiskinn.

Ljósmynd/Vinnslustöðin

„Náttúran er afar „grimm“ í svona frávikum. Slíkir einstaklingar lenda í miklu einelti og eru yfirleitt drepnir af „félögunum“ á fyrstu þroskastigum. Þessi fiskur hefur einhverra hluta vegna náð að smjúga framhjá „afætum“ náttúrunnar og það er afar merkilegt.“

Sá guli

Sjómenn hafa lengi rætt um þorsk sem „þann gula“ og vísa með því til gulrar eða grængulrar slikju á roðinu og guli liturinn getur verið misjafnlega sterkur eða áberandi, að því er segir á vef Vinnslustöðvarinnar.

Hins vegar hefur enginn annar þorskur getað gert „tilkall til einkaréttar á sæmdarheitinu sá guli“.

Ljósmynd/Vinnslustöðin
Ljósmynd/Vinnslustöðin




mbl.is