Að sættast við sársaukann

Gagnrýni | 20. mars 2020

Að sættast við sársaukann

Nýjasta kvikmynd Pedros Almodóvars, Dolor y gloria eða Sársauki og dýrð, hlýtur lofsamlega gagnrýni í Morgunblaðinu í dag og segir m.a. að þótt frásögnin sé lágstemmd og lítið virðist gerast á yfirborðinu búi undir heilmikil saga af ást, fortíðarþrá, eftirsjá og sektarkennd.

Að sættast við sársaukann

Gagnrýni | 20. mars 2020

Antonio Banderas í Dolor y gloria.
Antonio Banderas í Dolor y gloria.

Nýjasta kvikmynd Pedros Almodóvars, Dolor y gloria eða Sársauki og dýrð, hlýtur lofsamlega gagnrýni í Morgunblaðinu í dag og segir m.a. að þótt frásögnin sé lágstemmd og lítið virðist gerast á yfirborðinu búi undir heilmikil saga af ást, fortíðarþrá, eftirsjá og sektarkennd.

Nýjasta kvikmynd Pedros Almodóvars, Dolor y gloria eða Sársauki og dýrð, hlýtur lofsamlega gagnrýni í Morgunblaðinu í dag og segir m.a. að þótt frásögnin sé lágstemmd og lítið virðist gerast á yfirborðinu búi undir heilmikil saga af ást, fortíðarþrá, eftirsjá og sektarkennd.

Gagnrýnandi skrifar meðal annars að Sársauki og dýrð sé að hluta ævisögulegt verk en í kvikmyndinni segir af kvikmyndaleikstjóra um sextugt, Salvador Mallo, sem nýtur mikillar virðingar en hefur ekki leikstýrt til fjölda ára vegna veikinda. Mallo glímir við mikla verki í baki og höfði, astma og einkennilega andnauð sem ekki er vitað hvað veldur framan af mynd.

„Leikstjórinn er samkynhneigður, líkt og Almodóvar, og margt annað í myndinni minnir á ævi hans. Almodóvar hefur sjálfur sagt að kvikmyndin sé skáldskapur, ítrekaði það m.a. í viðtali í dagblaðinu Guardian í fyrra en bætti svo við að hann væri að reyna að sannfæra sjálfan sig um að svo væri, þótt undir niðri væri honum ljóst að myndin fjallaði um hann sjálfan. Salvador er því einhvers konar blendingur af Almodóvar og öðrum manni sem hann hefur mótað listilega,“ skrifar rýnir og ánetjast leikstjórinn í myndinni heróíni og flýr í vímunni á vit minninganna en á endanum lærir hann að sættast við sársaukann. 

„Þetta er áhrifamikið portrett af manni og Almodóvar kastar líka fram spurningunni um hversu áreiðanlegar minningar okkar séu. Hvernig hann gerir það er best að láta ósagt, nægir að segja að mörk skáldskapar og veruleika verða óljós þar líkt og þegar kemur að aðalpersónunni sjálfri; hversu stór hluti af henni er Almodóvar og hversu stór hluti hennar er sköpunarverk hans og skáldskapur? Ísland kemur líka skemmtilega við sögu þegar Salvador furðar sig á vinsældum sínum hér á landi eftir að hafa fengið boð um að sækja hér kvikmyndahátíð,“ skrifar rýnir og að Antonio Banderas sé virkilega góður í hlutverki Salvadors Mallos, leikurinn hárfínn og aðrir leikarar að sama skapi eftirminnilegir, ekki síst Asier Etxeandia í hlutverki leikarans og heróínfíkilsins Albertos Crespos. 

„Sterkir, heitir litir eru áberandi líkt og í fyrri myndum Almodóvars, einkum þó æpandi rauður sem má til dæmis sjá á eldhúsinnréttingu á heimili leikstjórans við sægrænar flísar. Rauður er litur ástríðu en líka hættu og hins forboðna eða bannaða en blár er litur róarinnar, eins og sjá má í upphafsatriðinu fyrrnefnda. Búningar eru líka litríkir og minna fötin sem Salvador er í oft á fötin sem maður hefur séð Almodóvar klæðast. Einhvers staðar las ég að þetta væru í raun og veru föt Almodóvars og íbúðin eftirmynd af íbúð leikstjórans. Frumsamin tónlist Albertos Iglesias fellur svo fullkomlega að kvikmyndinni, hún er kannski ekki frumleg eða óvenjuleg en alltaf falleg,“ segir undir lokin en dóminn má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag, 20. mars. 

Fjallað er um Dolor y gloria í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarps mbl.is, BÍÓ, sem má nálgast hér

mbl.is