Nú þegar ómögulegt er að skella sér í sólina til útlanda er samt mikilvægt að skella sér í frí. Útbreiðsla kórónuveiru um heimsbyggðina getur haft slæm áhrif á geðheilsuna og því er mikilvægt að finna gleðina.
Nú þegar ómögulegt er að skella sér í sólina til útlanda er samt mikilvægt að skella sér í frí. Útbreiðsla kórónuveiru um heimsbyggðina getur haft slæm áhrif á geðheilsuna og því er mikilvægt að finna gleðina.
Nú þegar ómögulegt er að skella sér í sólina til útlanda er samt mikilvægt að skella sér í frí. Útbreiðsla kórónuveiru um heimsbyggðina getur haft slæm áhrif á geðheilsuna og því er mikilvægt að finna gleðina.
Við erum svo heppin hér á Íslandi að búa að fjölda góðra sumarbústaða um allt land. Þótt hvert og eitt okkar eigi ekki sumarbústað eru aðrir til í að leigja okkur þá. Á leigumiðlunarvefsíðunni Airbnb má finna fjölda gullfallegra sumarbústaða.
Við mælum með að skella sér í bústað, aftengja sig frá fréttum, lesa góða bók og hafa það notalegt. Hér eru fallegustu íslensku sumarbústaðirnir á Airbnb.
Villa Lola er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Bústaðurinn er einstaklega fallegur og háir og fallegir gluggar einkenna húsið.
Hekla Comfort House er í aðeins sjö mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli. Fullkominn staður til að skoða Suðurlandið sem og til þess að taka það rólega.
Ef þig vantar góða tengingu við náttúruna á þessum síðustu og verstu er Gunnuhús í Kjósinni hinn fullkomni sumarbústaður. Útsýni yfir Meðalfellsvatn er úr bústaðnum.
Þessi hús eru ansi kósí. Annað húsið er 30 fermetrar og hitt 15. Hinn fullkomni staður fyrir tvö pör eða fólk með börn. Stutt er í Friðheima og Gullfoss og Geysi frá bústaðnum, svona ef þið viljið vera ferðamenn í eigin landi.