Reiknaðu út hversu mikinn klósettpappír þú þarft

Leiðir til að lifa af | 22. mars 2020

Reiknaðu út hversu mikinn klósettpappír þú þarft

Fólk víða um heim hefur hamstrað klósettpappír í gríð og erg á síðustu vikum. Það getur verið erfitt reikningsdæmi að finna út hversu mikinn klósettpappír þarf á heimilinu ef einhver þarf að fara í sóttkví eða einangrun. 

Reiknaðu út hversu mikinn klósettpappír þú þarft

Leiðir til að lifa af | 22. mars 2020

Hvað þarftu raunverulega mikið af klósettpappír?
Hvað þarftu raunverulega mikið af klósettpappír? mbl.is/Colourbox

Fólk víða um heim hefur hamstrað klósettpappír í gríð og erg á síðustu vikum. Það getur verið erfitt reikningsdæmi að finna út hversu mikinn klósettpappír þarf á heimilinu ef einhver þarf að fara í sóttkví eða einangrun. 

Fólk víða um heim hefur hamstrað klósettpappír í gríð og erg á síðustu vikum. Það getur verið erfitt reikningsdæmi að finna út hversu mikinn klósettpappír þarf á heimilinu ef einhver þarf að fara í sóttkví eða einangrun. 

En þar sem er eftirspurn er framboð og nú getur þú reiknað út á einfaldan hátt hvað þú þarft mikið af klósettpappír fyrir sóttkví eða einangrun. Vefsíðan Howmuchtoiletpaper.com gerir notendum kleift að fylla inn hversu margir eru í sóttkví, hversu lengi hún varir og hversu oft þú eða þið farið á klósettið. 

Notendur fylla einfaldlega út hversu margar rúllur eru til á heimilinu og hversu oft er farið á klósettið á degi hverjum. Aukastillingar bjóða upp á að fylla út hversu margir eru í heimili, hversu lengi sóttkvíin varir og hversu mörg blöð notuð eru í hverri klósettferð. 

Sem dæmi má nefna að 6 rúllur ættu að duga einni manneskju sem fer fimm sinnum á klósettið á degi hverjum í 16 daga. 

Áður en þú skellir þér út í búð að hamstra klósettpappír ættir þú því að telja rúllurnar á heimilinu og gera grófa áætlun út frá þörfum heimilisins. 

6 rúllur duga einni manneskju í um 16 daga.
6 rúllur duga einni manneskju í um 16 daga. skjáskot
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman