Tónlistin sem bætir ástandið

Kórónuveiran Covid-19 | 22. mars 2020

Tónlistin sem bætir ástandið

Sársauki er samofinn tilveru okkur frá fyrsta degi. Engin önnur útkoma er fyrirsjáanleg en að við og allir sem eru í kringum okkur, allir sem standa okkur nærri, munu einhvern tíma yfirgefa þennan heim. Það eina sem er óskýrt varðandi það er útfærslan.

Tónlistin sem bætir ástandið

Kórónuveiran Covid-19 | 22. mars 2020

Louis Armstrong á sviðinu í Háskólabíói árið 1965.
Louis Armstrong á sviðinu í Háskólabíói árið 1965. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Sársauki er samofinn tilveru okkur frá fyrsta degi. Engin önnur útkoma er fyrirsjáanleg en að við og allir sem eru í kringum okkur, allir sem standa okkur nærri, munu einhvern tíma yfirgefa þennan heim. Það eina sem er óskýrt varðandi það er útfærslan.

Sársauki er samofinn tilveru okkur frá fyrsta degi. Engin önnur útkoma er fyrirsjáanleg en að við og allir sem eru í kringum okkur, allir sem standa okkur nærri, munu einhvern tíma yfirgefa þennan heim. Það eina sem er óskýrt varðandi það er útfærslan.

Tilhugsunin um endalokin er nokkuð sem fylgir flestum alltaf. Núna er hún óþægilega nálægt. Er hægt að fara í gegnum klukkustund, korter eða mínútu núna án þess að vera með hugann við kórónuveiruna og afleiðingar heimsfaraldursins? Það er í það minnsta erfitt þar sem við erum nánast öll með skjái í augsýn allar okkar vökustundir og á þeim er bara eitt sem kemst að. Útlit er fyrir að næstu mánuðir verði undirlagðir líka. Mánuðir í okkar ofurtengdu tilvist eru eilífð.

Fólk tekst á við erfiðleikana á margvíslegan hátt. Myndskeið af fólki sem syngur eða leikur á hljóðfæri á svölunum í Suður-Evrópu sýna vel hvernig tónlist getur létt fólki lífið þegar aðstæðurnar eru óviðráðanlegar. Enda er það margsannað að tónlist heilar. Hvort sem fólk hlustar á tónlist eða leikur hana sjálft hefur hún jákvæð áhrif á sálarlífið. Rannsóknir sýna að hún hefur haft mælanleg áhrif sem meðferðarleið við þunglyndi, kvíða og jafnvel krónískum sársauka. Með því að róa hjartslátt og lækka blóðþrýsting ásamt því að minnka stresshormón líkamans getur hún haft bein róandi áhrif á það hvernig okkur líður. 

Rytmísk tónlist hjálpar okkur að fá útrás eða peppar okkur upp þegar þörf er á því en tónlistin getur líka ýtt undir samkennd með því að koma erfiðari tilfinningum í orð og tóna.

Það er hægt að gera miklu betur en að hlusta á einhverja lagalista sem Google frændi eða Spotify hafa tekið saman. Hér eru nokkur vel valin lög sem gætu hjálpað fólki í gegnum þessa skrýtnu tíma.

John Cage var einn af helstu tónlistarhugsuðum eftirstríðsáranna og frumkvöðull í að endurhugsa tilgang og merkingu tónlistar. „In a landscape“ var samið árið 1948 og sagan segir að verkið sé innblásið af indverskri heimspeki og franska tónskáldinu Erik Satie. Hugmyndin var að róa hugann og gera hann þannig móttækilegan fyrir æðri máttarvöldum. Það er alveg hægt að kvitta upp á það. Ef þú ert ennþá að hugsa um veirur, verðtryggingu eða vinnuna eftir þessar tíu mínútur er besta ráðið að tvöfalda skammtinn. 

Hefur magnaðri tónlistarmaður komið fram en Nina Simone? Ómöguleg spurning en ekki galin. Hæfileikarnir, hlýjan og sálin í þessu nærir hvaða sál sem er. Hitler, Stalín og félagar hefðu haft gott af því að hafa þetta á lagalistanum sínum. 

Í könnun sem BBC gerði á síðasta áratug var þetta þriðja vinsælasta lagið til að spila í brúðkaupum í Bretlandi. Skiljanlega. Hver vill ekki fá risastórt bangsaknús frá Louis Armstrong á slíkum stundum? Því það er nákvæmlega það sem þessi flutningur á laginu er. Textinn rímar væntanlega við upplifun margra í þessu furðulega ástandi.    

Það er ágætt að vera minntur á samhengi hlutanna. Þegar einhverjir snillingar hjá NASA voru að velta því fyrir sér hver gæti verið góður í að gera tónlist í þætti um geimferðirnar var Brian Eno fenginn í verkið. Apollo-platan er í heild sinni frábær og „An Ending (Ascent)“ er einn af hápunktunum. Í þessu myndbandi er búið að setja myndir utan úr geimnum við lagið. Hægt er að fylgjast með jörðinni snúast í hringi eins og hún mun væntanlega halda áfram að gera, sama hvað öllum afkomuspám líður.   

Björk er einn af risunum í samtímatónlist. Það er ekki flókið. Lög eins og „All is full of love“ eiga eftir að lifa með mörgum kynslóðum. Það væri hægt að spila það fyrir hvaða jarðarbúa sem er og hann myndi skilja innihaldið.  

Er kórónukvíðinn að ná tökum? Sestu við arininn með Neil Young og leyfðu honum að létta af þér áhyggjunum. Hann tók upp grunninn að laginu einn síns liðs á tveggja rása upptökutæki heima hjá sér við arininn um miðja nótt. Í einni töku. Síðar lék hann inn önnur hljóðfæri til að gæða það aðeins meira lífi. Þetta mun vera ein uppáhaldsupptakan hans á eigin tónlist og hann hefur aldrei leikið lagið opinberlega. Allt þetta kemur fram í ævisögunni hans, Shakey, sem er frábær lesning.    

Líklega eru mörg sterkari lög á Ágætis Byrjun en í titillaginu eru bara einhverjir töfrar sem núllstilla hugann. Það er fátt sem toppar Sigur Rós í sínu besta formi og það er ekki að ástæðulausu að platan ratar inn á lista yfir bestu plötur sögunnar.  

Í byrjun árs 2001 eyddi ég um það bil mánuði í Thule-hljóðverinu við Ægisgötu þar sem við í Leaves vorum að taka upp plötu. Ég man það eins og það hefði verið í gær þegar ég heyrði fyrst í raddgervlinum, sem er í forgrunni í laginu, þar sem hann ómaði hátt úr hornherberginu sem Jóhann hafði komið sér fyrir í. Þetta er tónlist sem nístir inn að beini og er ómögulegt að leiða hjá sér. „Ég hata og ég elska“ mun vera íslensk þýðing þessa latneska frasa. Ekkert kjaftæði þar á ferð. 

Þeir eru fáir sem hafa verið jafn einbeittir í sinni tilvist og Miles Davis. Á Kind of Blue náði sú einbeiting hápunkti. Það þarf ekki að hafa mörg orð um galdurinn í þessum upptökum þar sem ótrúlegir hljóðfæraleikarar fara á kostum en þjóna engu nema tónlistinni.



    

mbl.is