Krakkabátar af bestu gerð

Uppskriftir | 23. mars 2020

Krakkabátar af bestu gerð

Hér færðu auðveldustu útgáfu af pizzabátum sem allir krakkar munu elska (líka fullorðnir). Fullkomið í næsta barnaafmæli. Og það sem gerir þessa uppskrift svo dásamlega er að hér er notast við tilbúin frosin hvítlauksbrauð í sneiðum, sem finna má víða í verslunum landsins.

Krakkabátar af bestu gerð

Uppskriftir | 23. mars 2020

Pizzabátar úr hvítlauksbrauði í sneiðum er algjör snilld.
Pizzabátar úr hvítlauksbrauði í sneiðum er algjör snilld. mbl.is/Colourbox

Hér færðu auðveldustu útgáfu af pizzabátum sem allir krakkar munu elska (líka fullorðnir). Fullkomið í næsta barnaafmæli. Og það sem gerir þessa uppskrift svo dásamlega er að hér er notast við tilbúin frosin hvítlauksbrauð í sneiðum, sem finna má víða í verslunum landsins.

Hér færðu auðveldustu útgáfu af pizzabátum sem allir krakkar munu elska (líka fullorðnir). Fullkomið í næsta barnaafmæli. Og það sem gerir þessa uppskrift svo dásamlega er að hér er notast við tilbúin frosin hvítlauksbrauð í sneiðum, sem finna má víða í verslunum landsins.

Krakkabátar af bestu gerð

  • Frosin hvítlauksbrauð í sneiðum
  • Pizzasósa
  • Pepperóní
  • Ostur, t.d. cheddar

Aðferð:

  1. Hitið grillið á ofninum.
  2. Hitið hvítlauksbrauðin í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
  3. Takið brauðin út og setjið pizzaósu ofan á hvert brauð, ásamt pepperóni og rifnum osti. Einnig má setja tvö brauð saman í samloku ef vill.
  4. Setjið aftur inn í ofn þar til osturinn hefur bráðnað.
mbl.is