Viðurkenning bótakröfu niðurfelld og bætur lækkaðar

Landsréttur | 27. mars 2020

Viðurkenning bótakröfu niðurfelld og bætur lækkaðar

Landsréttur lækkaði í dag bætur sem íslenska ríkinu var gert að greiða til Jóns Höskuldssonar héraðsdómara vegna ákvörðunar dóms­málaráðherra að líta fram hjá hon­um þegar skipað var í embætti dóm­ara við Lands­rétt. Þá snéri Landsréttur við niðurstöðu héraðsdóms um að viðurkennd væri bótaskylda ríkisins í sambærilegu máli Eiríks Jónssonar lagaprófessors, en hann hafði einnig sótt um embætti dómara við Landsrétt.

Viðurkenning bótakröfu niðurfelld og bætur lækkaðar

Landsréttur | 27. mars 2020

Landsréttur komst að annarri niðurstöðu en héraðsdómur í máli tveggja …
Landsréttur komst að annarri niðurstöðu en héraðsdómur í máli tveggja umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur lækkaði í dag bætur sem íslenska ríkinu var gert að greiða til Jóns Höskuldssonar héraðsdómara vegna ákvörðunar dóms­málaráðherra að líta fram hjá hon­um þegar skipað var í embætti dóm­ara við Lands­rétt. Þá snéri Landsréttur við niðurstöðu héraðsdóms um að viðurkennd væri bótaskylda ríkisins í sambærilegu máli Eiríks Jónssonar lagaprófessors, en hann hafði einnig sótt um embætti dómara við Landsrétt.

Landsréttur lækkaði í dag bætur sem íslenska ríkinu var gert að greiða til Jóns Höskuldssonar héraðsdómara vegna ákvörðunar dóms­málaráðherra að líta fram hjá hon­um þegar skipað var í embætti dóm­ara við Lands­rétt. Þá snéri Landsréttur við niðurstöðu héraðsdóms um að viðurkennd væri bótaskylda ríkisins í sambærilegu máli Eiríks Jónssonar lagaprófessors, en hann hafði einnig sótt um embætti dómara við Landsrétt.

Dómur í málinu féll klukkan tvö í dag.

Höfðu bæði Jón og Eiríkur verið á lista mats­nefnd­ar um 15 hæf­ustu um­sækj­end­urna. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra ákvað hins veg­ar að víkja frá niður­stöðu mats­nefnd­ar­inn­ar um hæfi dóm­ara og gekk fram­hjá fjór­um af þeim 15 sem nefnd­in mat hæf­asta.

Héraðsdómur hafði dæmt ríkið til að greiða Jóni 4 milljónir í skaðabætur og 1,1 milljón í miskabætur, en Landsréttur staðfesti aðeins að greiða ætti 1,1 milljón í miskabætur. Þá var ríkið einnig dæmt til að greiða Jóni tvær milljónir í málskostnað.

Í máli Eiríks fór hann ekki fram á bætur, heldur að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna skipunarinnar. Landsréttur sýknaði sem fyrr segir ríkið af þeirri kröfu.

Eiríkur Jónsson prófessor.
Eiríkur Jónsson prófessor. mbl.is/Eggert

Í dóminum sátu þau Árni Vilhjálmsson lögmaður, Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari og Þórður S. Gunnarsson, fyrrverandi héraðsdómari. Árni skilaði í báðum málunum sératkvæði. Í máli Eiríks taldi hann að viðurkennda ætti bótaskyldu vegna fjártjóns. Í máli Jóns segist Árni sammála niðurstöðunni að greiða beri hærri miskabætur en ákveðnar voru í fyrri skaðabótamálum umsækjenda sem fóru fyrir Hæstarétt. Hann sé hins vegar ósammála niðurstöðu meirihlutans að sýkna ríkið af kröfu Jóns um bætur vegna fjártjóns og að staðfesta hefði átt dóm héraðsdóms.

Hæstiréttur hafði áður komist að því að ekki hefði verið farið að ákvæðum laga um dómstóla við skipunina, en í máli Ástráðs Harldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar var niðurstaðan sú að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafi gengið framhjá þeim tveimur án þess að gera sjálf­stætt mat á hæfi þeirra. Viður­kenndi Hæstirétt­ur ekki skaðabóta­kröfu Ástráðs og Jóhannesar, en dæmdi ríkið til að greiða þeim 700 þúsund í miska­bæt­ur hvor­um.

Bæði Eiríkur og Jón sóttu síðar aftur um embætti dómara við Landsrétt. Var Eiríkur í fyrra skipaður dómari við réttinn.

mbl.is