Fluttu inn saman eftir 2 stefnumót vegna veirunnar

Leiðir til að lifa af | 30. mars 2020

Fluttu inn saman eftir 2 stefnumót vegna veirunnar

Undir venjulegum kringumstæðum myndi Carrie Lee Riggins aldrei láta sér þetta það í hug að flytja inn með manni sem hún kynntist á stefnumótaforriti, aðeins viku eftir að þau hittust fyrst. En núna eru aðstæðurnar langt frá því að vera venjulegar og því er Carrie flutt inn með Mike sem hún kynntist á Bumble. 

Fluttu inn saman eftir 2 stefnumót vegna veirunnar

Leiðir til að lifa af | 30. mars 2020

Carrie Lee Riggins flutti inn með manni eftir 2 stefnumót …
Carrie Lee Riggins flutti inn með manni eftir 2 stefnumót vegna veirunnar. skjáskot/Instagram

Undir venjulegum kringumstæðum myndi Carrie Lee Riggins aldrei láta sér þetta það í hug að flytja inn með manni sem hún kynntist á stefnumótaforriti, aðeins viku eftir að þau hittust fyrst. En núna eru aðstæðurnar langt frá því að vera venjulegar og því er Carrie flutt inn með Mike sem hún kynntist á Bumble. 

Undir venjulegum kringumstæðum myndi Carrie Lee Riggins aldrei láta sér þetta það í hug að flytja inn með manni sem hún kynntist á stefnumótaforriti, aðeins viku eftir að þau hittust fyrst. En núna eru aðstæðurnar langt frá því að vera venjulegar og því er Carrie flutt inn með Mike sem hún kynntist á Bumble. 

Í pistli á MarieClarie.com segir hún frá því hvernig sambúðin kom til og hvernig gengur. 

„Ég kynntist Mike á Bumble um miðjan febrúar. Við ætluðum að fara á okkar fyrsta stefnumót þann 23. febrúar, en það varð aldrei að því. Hann setti inn vitlausa dagsetningu í dagatalið. Hann ætlaði að koma til Manhattan, þar sem ég bý, frá Mystic í Connecticut, þar sem hann býr, og við ætluðum að fara út að borða. Í stað þess var hann í Arizona. 

Ég varð fyrir vonbrigðum, ég hlakkaði til að hitta hann. Hann sendi mér samt strax blóm og baðst afsökunar. Við hittumst loksins í persónu laugardaginn 7. mars. Við fengum okkur hádegismat, fórum í göngutúr og fórum svo út að borða um kvöldið,“ skrifa Carrie. 

Hún segir að það hafi verið notalegt að spjalla við hann og að hann hafi virkilega hlustað á hana. Nokkrum dögum seinna heimsótti hún hann til Mystic, og komst að því að einn af hennar bestu vinum býr aðeins tveimur húsum frá honum. 

Þau eyddu deginum saman og síðan fór hún aftur heim til Manhattan. Dagana á eftir fylgdist hún með fréttum af kórónuveirunni sem var að byrja að herja á Bandaríkin. 

Carrie og kötturinn Jack fluttu inn til Mike.
Carrie og kötturinn Jack fluttu inn til Mike. skjáskot/Instagram

„Ég var að tala við Mike í símann og sagði honum hversu furðulega mér leið. Hann bauð mér að pakka saman dótinu mínu og flytja inn í svefnherbergið á neðri hæðinni hjá honum. Ég hugsaði mig dálítið um. Ég var ekki viss um að þetta væri rétt skref. En eftir því sem ástandið varð ógnvænlegra ákvað ég að nú væri tími til þess að fara úr borginni um tíma. Ég flúði með Jack, köttinn minn og föt fyrir tvær vikur. Ég kom heim til Mike klukkan 11 um kvöldið þann 12. mars. Hann var farinn í háttinn,“ skrifar Carrie. 

Hún segir að hingað til hafi sambúðin gengið vel. Hún býr á neðri hæðinni og hann á efri hæðinni og þau hittast í stofunni. Fyrstu vikuna gat hann enn farið í vinnuna yfir daginn en vinnur núna heima. 

„Eitt sem ég geri ekki er að elda. Ég var í Worst Cooks in America, svo ég er ekki að grínast. En ég geri gott salat. Mike eldaði lax í síðustu viku og ég gerði salatið. Ég vaska upp og þríf.“

Hún segir að þó þau búi saman sé enn mikil rómantík í loftinu. Þau eru með sérherbergi og sér baðherbergi. Hún segist þó ekki vita hvert framhaldið verði enda er margt óljóst um þessar mundir. Hún sé þó með bílinn sinn og vin í næsta húsi. 

„Um daginn sagði hann við mig „Ég leitaði að blómum í búðinni handa þér“ og ég sagði „Það er allt í lagi, þú keyptir klósettpappír handa mér“. Forgangsröðunin er önnur á tímum sem þessum,“ skrifar Carrie. 

mbl.is