Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurningum. Ísland er botnlaus brunnur af efni sem getur kveikt í okkur öllum ákafa löngum til að ferðast og fræðast um staði og stundir í horfnum tíma. Rauðasandshreppur hinn forni er viðfangsefni Árbókarinnar í þetta skiptið.
Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurningum. Ísland er botnlaus brunnur af efni sem getur kveikt í okkur öllum ákafa löngum til að ferðast og fræðast um staði og stundir í horfnum tíma. Rauðasandshreppur hinn forni er viðfangsefni Árbókarinnar í þetta skiptið.
Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurningum. Ísland er botnlaus brunnur af efni sem getur kveikt í okkur öllum ákafa löngum til að ferðast og fræðast um staði og stundir í horfnum tíma. Rauðasandshreppur hinn forni er viðfangsefni Árbókarinnar í þetta skiptið.
Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurningum. Ísland er botnlaus brunnur af efni sem getur kveikt í okkur öllum ákafa löngum til að ferðast og fræðast um staði og stundir í horfnum tíma. Rauðasandshreppur hinn forni er viðfangsefni Árbókarinnar í þetta skiptið. Bókin er í prentsmiðju og væntanlega eftir miðjan apríl.
„Ég hef þekkt Rauðasandshrepp hinn forna býsna vel frá því ég var barn,“ segir Gísli Már Gíslason, sem er annar höfunda bókarinnar. „Mér var komið í fóstur hjá afa og ömmu í föðurætt á Hvallátrum þegar ég var þriggja ára ásamt systur minni vegna veikinda móður okkar. Við vorum fyrst í tvö ár og síðan hvert sumar næstu átta árin. Eftir það kom ég til skemmri dvalar tvö sumur að hjálpa til við heyskapinn.“
Gísli Már þekkir allar perlur hreppsins af raun og Látrabjarg eins og handarbakið. Snemma á öldinni hóf hann að leiða gönguferðir á vegum Ferðafélagsins um Rauðasand og Látrabjarg og voru farnar ferðir í tíu sumur í röð. Svo var stoppað snarlega. Gárungar segja að Gísli Már hafi tæmt lista allra Íslendinga sem ekki glíma við mikla lofthræðslu en það reyndi dálítið á suma að þræða bjargið með honum, hátt var upp og ekki styttra niður.
Þegar fulltrúar Ferðafélagsins leituðu eftir því við Gísla Má að rita bók um Rauðasandshrepp reyndist það auðsótt mál. Varla er hægt að fá betri mann í verkið en Gísla Má. Hann er afar ritfær og menntaður vel í líffræði og náttúruvísindum og hefur verið prófessor í Háskóla Íslands í áraraðir. Gísli Már var líka lánsamur að fá til liðs við sig Ólaf B. Thoroddsen fyrrverandi skólastjóra á Akureyri, en hann er fæddur og uppalinn Patreksfirðingur, sem var að auki í sveit í mörg sumur á Látrum.
Það er komin hartnær hundrað ára hefð á útgáfu Árbóka Ferðafélags Íslands. Árbækurnar eru ein besta héraða- og óbyggðalýsing sem hugsast getur á Íslandi. Þar er að mestu áhersla á landslag, sögu og náttúru svæðanna. Í þetta skipið er náttúran á svæðinu í háskerpu, enda er hún alveg einstök, gjöful og harðskiptin á víxl.
„Við Ólafur lögðum mikla áherslu á náttúru hreppsins,“ segir Gísli Már. „Landslag þar er stórkostlegt, brött fjöll, lítið undirlendi og því takmarkað land til búskapar. Þótt Útvíkur séu fyrir opnu hafi, þá hefur útvegur staðið fyrir stærsta hlutann af afkomu fólks.“
Þeir Gísli Már og Ólafur fengu til liðs við sig grasafræðinga við smíði bókarinnar og þurfi prófessorinn ekki að leita langt. Hann var svo stálheppinn að virkja krafta Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, prófessors í grasafræði við Háskóla Íslands, en hópur undir hennar stjórn rannsakaði gróðurfar á svæðinu. Auðvitað fær Látrabjarg ótvíræða athygli í bókinni enda er það stærsta fuglabjarg í Evrópu og sennilega í heiminum öllum. Bjargið var lengi matarkista Látramanna og reyndar hreppsins alls.
„Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á sjófuglastofnum á svæðinu undir forystu Arnþórs Garðarssonar, prófessors við Háskóla Íslands, og skila þær sér sér í Árbókina og einnig voru til stakar rannsóknir á jarðfræði,“ segir Gísli Már og bendir á kafla þar sem um þetta er fjallað.
Í Árbókinni lifnar horfinn heimur á ný. Útvíkur og Keflavík voru stórir útgerðarstaðir áður en þessar jarðir ásamt öðrum í hreppnum voru fyrr á öldum í eigu höfuðbólsins Saurbæjar, eða í eigu nákominna ættingja á Skarði á Skarðsströnd.
„Almenningur stritaði fyrir þessa landeigendur, en engu að síður voru þessar jarðir eftirsóttar til ábúðar. Sagan er því alls staðar nálæg hvar sem komið er, og sérstaklega í kringum höfuðbólið Saurbæ. Á Saurbæ var reist stærsta kirkja Vestfjarða, stafkirkja úr viði frá Noregi og stóð hún frá lokum 12. aldar fram á 17. öld. Sauðlauksdalur skipar einnig stóran sess í sögu Íslands, en þar bjó séra Björn Halldórsson, frumkvöðull upplýsingarinnar á Íslandi ásamt mági sínum Eggerti Ólafssyni, náttúrufræðingi og skáldi, og nokkrum öðrum. Björn er einna best þekktur fyrir skrif sín um úrbætur í landbúnaði og upphaf kartöfluræktar.“
Gísli segir fáa vita að í Stálfjalli austast í hreppnum hafi verið námagröftur eftir surtarbrandi í fyrri heimsstyrjöldinni, líklega stærstu kolanámur í landinu. „Hún er staðsett undir snarbröttu fjallinu og aðgengi er erfitt að sumri og nær ómögulegt að vetri. Þróun útgerðar á Patreksfirði og myndun þorpsins er einnig forvitnileg, en bærinn varð einn af stærri útgerðarbæjum á landinu.“
Það er margt sem gerir fólk nánast stjarft yfir fegurðinni á því svæði sem er til umfjöllunar í nýju Árbókinni. Þarna eru magnaðar strandir sem gyllast í ljósi sólar. Þarna er fortíðin í flæðarmálinu og saga lands og þjóðar. Þarna má komast á örfáum mínútum úr byggð í víðerni þar sem engir vegir liggja nema kindagötur fortíðarinnar.
„Þarna sér fólk stórkostleg fuglabjörg, með góðu aðgengi, með slíka mergð fugla, að þarf að fara í björgin á Hornströndum til að sjá eitthvað viðlíka. Vélvæðing í landbúnaði náði ekki í sumar jarðir sveitirnar, eins og Látra, og þar sést hvernig landslag í byggð lítur út þar sem ekki er búið að slétta allt, og því eru fornminjar óvenjumargar,“ segir Gísli Már sem mótaðist mjög af því að alast upp á þessu svæði.
„Náttúran og sambýli við hana réð miklu í að ég ákvað að læra líffræði og gera rannsóknir og kennslu í greininni að ævistarfi. Einnig var samvinnan á Hvallátrum einstæð. Þar stóðu allir saman. Ábúendur áttu sameiginlega þennan eina traktor sem var keyptur strax eftir stríð og notuðu hann saman án nokkurra árekstra. Samhugurinn hjá bændunum í hreppnum var einstakur, sem kom berlega í ljós þegar allir stóðu að björgun áhafnar togarans Dhoon, sem strandaði undir Látrabjargi í desember 1947. Þetta mannlíf og náttúran hér hefur sennilega mótað mig mest.“
Myndir eru mikilvægur partur af Árbókum Ferðafélagsins. Flestar myndir í þessari bók tók Daníel Bergmann, ljósmyndari og leiðsögumaður. Daníel hefur sérhæft sig í að mynda dýralíf í íslenskri náttúru og ekki síst fugla.
Náttúran – lifibrauð og lífsstíll.
„Við eigum einstök svæði út frá líffræðilegu sjónarmiði, nægir þar að nefna Látrabjarg, Mývatn og Þjórsárver. Þessi svæði má ekki eyðileggja, þó tekist hafi að raska Mývatni mikið og austurhluta Þjórsárvera, þá eru þessi svæði engu að síður mjög verðmæt.“
Þótt Gísli Már hafi stundað að veigamiklu leyti rannsóknir sína hér heima þá hefur hann farið víða um þessa litlu jarðkúlu til að svipta hulunni af leyndardómum náttúrunnar með rannsóknum. Það má segja að náttúran hafi verið hans lifibrauð og lífsstíll nær alla tíð. Hann hefur þungar áhyggjur af hegðun manna og segir að þótt við höfum mikinn aðgang að endurnýjanlegri orku hér þá séum við Íslendingar ekki barnanna bestir.
„Þótt mannkynið hafi gengið mjög langt gagnvart náttúrunni þá er enn tími til að bjarga því sem bjargað verður. Við verðum að minnka brennslu olíu og kola og þótt við Íslendingar séum fáir, þá erum við einna stórtækastir í heiminum í þeim efnum. Sérstaklega vegna þess að kol eru notuð við framleiðslu áls, kísiljárns og kísils,“ segir Gísli Már og verður þungt hugsi.
Hann vísar í eigin rannsóknir þegar hann segir að loftslagsbreytingar eigi eftir að gjörbreyta heimsmyndinni. „Við eigum eftir að sjá miklu meiri fólksflutninga frá svæðum þar sem þurrkar eiga eftir gera lönd óbyggileg, eða frá svæðum sem eyðileggjast vegna flóða. Afleiðingar þessara breytinga verða hugsanlega styrjaldir, þar sem menn berjast um auðlindirnar, eins og ég held að sé m.a. undirrótin að ófriðinum sem geisað hefur í Litlu-Asíu. Það er því okkur sem mannkyni lífsnauðsynlegt að snúa þessari þróun við.“