Hættu að grenja, það er ég sem er að drepast ekki þú

Jarðarförin mín | 7. apríl 2020

Hættu að grenja, það er ég sem er að drepast ekki þú

Jarðarförin mín verður frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium 8. apríl næstkomandi og kemur öll serían inn í einu. Fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á páskadag. Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og hann er yfirleitt kallaður, leikur dauðvona mann sem heitir Benedikt Björnsson. 

Hættu að grenja, það er ég sem er að drepast ekki þú

Jarðarförin mín | 7. apríl 2020

Jarðarförin mín verður frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium 8. apríl næstkomandi og kemur öll serían inn í einu. Fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á páskadag. Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og hann er yfirleitt kallaður, leikur dauðvona mann sem heitir Benedikt Björnsson. 

Jarðarförin mín verður frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium 8. apríl næstkomandi og kemur öll serían inn í einu. Fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á páskadag. Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og hann er yfirleitt kallaður, leikur dauðvona mann sem heitir Benedikt Björnsson. 

Hér má sjá brot úr þættinum þar sem Benedikt ræðir við vin sinn:  

„Þú verður að afpanta ferðina okkar til Spánar í vetur, ég kemst ekki,“ segir Benedikt alvarlegur á svip.

„Hvað meinarðu? Kemstu ekki?“

„Því miður.“

„Hvað, ertu að grínast? Við höfum farið í þessa ferð á sama völl 10 ár í röð. Hvað, ertu dauðvona?“

„Það er nú akkúrat málið.“

Jarðarför­in mín er ljúfsár en al­vöru­gef­in þáttaröð með Þór­halli Sig­urðssyni í aðal­hlut­verki. Hún fjall­ar um mann sem grein­ist með ólækn­andi heila­æxli sama dag og hann kemst á eft­ir­laun. Hann hef­ur eytt síðustu ára­tug­un­um í til­gangs­lausa rútínu, fjar­lægst fjöl­skyldu sína og ekki lifað líf­inu sem skyldi. Nú eru tvær vik­ur áður en hann fer í skurðaðgerð sem mun að öll­um lík­ind­um draga hann til dauða. 

Hann ákveður að bæta upp fyr­ir tapaðan tíma með því að halda sína eig­in gala-jarðarför og vera sjálf­ur viðstadd­ur. Það er samt ekki eins ein­falt og það hljóm­ar. Fyrr­ver­andi eig­in­kon­an, einka­son­ur­inn og tengda­dótt­ir­in hafa lít­inn skiln­ing á þess­um áform­um, hvað þá barna­barnið sem dýrk­ar afa sinn og get­ur ekki hugsað sér að missa hann. Svo flæk­ist málið enn frek­ar þegar ást­in blómstr­ar á ný milli hans og fyrr­ver­andi kær­ustu en hún er ein­mitt prest­ur­inn sem á að jarðsyngja hann. 

Hand­rits­höf­und­ar eru Kristó­fer Dign­us, Hekla Elísa­bet Aðal­steins­dótt­ir, Sól­mund­ur Hólm, Bald­vin Zoph­oní­as­son, Ragn­ar Eyþórs­son og Jón Gunn­ar Geir­dal.

mbl.is