Sex ráð fyrir aðstandendur barna á einhverfurófi vegna veirunnar

Einstakar fjölskyldur | 8. apríl 2020

Sex ráð fyrir aðstandendur barna á einhverfurófi vegna veirunnar

Nýlega birtist í fagtímaritinu Brain Science grein um ráð til foreldra og aðstandenda barna á einhverfurófi vegna kórónuveirunnar: Handle the Autism Spectrum Condition During Coronavirus (COVID-19) Stay At Home period: Ten Tips for Helping Parents and Caregivers  of Young Children, efftir einhverfusérfræðinginn  Antonio Narzizi.

Sex ráð fyrir aðstandendur barna á einhverfurófi vegna veirunnar

Einstakar fjölskyldur | 8. apríl 2020

Ljósmynd/Unsplash

Nýlega birtist í fagtímaritinu Brain Science grein um ráð til foreldra og aðstandenda barna á einhverfurófi vegna kórónuveirunnar: Handle the Autism Spectrum Condition During Coronavirus (COVID-19) Stay At Home period: Ten Tips for Helping Parents and Caregivers  of Young Children, efftir einhverfusérfræðinginn  Antonio Narzizi.

Nýlega birtist í fagtímaritinu Brain Science grein um ráð til foreldra og aðstandenda barna á einhverfurófi vegna kórónuveirunnar: Handle the Autism Spectrum Condition During Coronavirus (COVID-19) Stay At Home period: Ten Tips for Helping Parents and Caregivers  of Young Children, efftir einhverfusérfræðinginn  Antonio Narzizi.

Í greininni kemur eftirfarandi atriði meðal annars fram en hún birtist á vefnum Greining.is: 

Útskýrið ástandið vel fyrir börnum á einhverfurófi

Mikilvægt er að útskýra vel fyrir börnum á einhverfurófi hvað COVID-19 sé og af hverju þau þurfi að dvelja heima. Einnig er mikilvægt að útskýringarnar séu eins einfaldar og skorinorðar og mögulegt er.

Skipuleggið daglegar athafnir

Sömuleiðis er mikilvægt að skipuleggja daglegar athafnir þar sem hefðbundar venjur hafa verið brotnar upp út af kórónuveirunni og ástandinu sem henni fylgir. Til dæmis með því að skipta upp heimilinu og herbergjum þess niður í einingar þar sem tilteknar daglegar athafnir eru framkvæmdar og hvergi annars staðar. Þessu skipulagi má sinna með allri fjölskyldunni og breyta í leik.

Skipulögð virkni

Börn á einhverfurófi hafa þörf fyrir að leika sér eins og önnur börn en þeim finnst sumir leikir erfiðir vegna skynjunarvanda, eða vegna þess að þau kjósa frekar skipulagða virkni (e. structured activities) annaðhvort ein og sér eða með öðrum. Mælt er sérstaklega með Lego – þerapíu í þessu tilliti.

Alvarlegir leikir

Svokallaðir „alvarlegir leikir“ (e. serious games)  geta verið nytsamlegir til að efla félagsfærni, lesa úr svipbrigðum fólks og tilfinningalegum viðbrögðum barna á einhverfurófi. Margir slíkir leikir fást ókeypis á netinu og er hægt að nálgast sem smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur eða á netinu fyrir fartölvur. Hér má lesa um alvarlega leiki en einfalt er að gúggla og finna meiri fræðslu um þessa tegund leikja, einnig í tengslum við einhverfu. 

Tölvu- og vídeóleikir í hófi

Tölvuleikir af ýmsu tagi eru oft afar heillandi fyrir börn á einhverfurófi og erfitt fyrir foreldra og aðstandendur að hamla notkun þeirra þegar öllum fjölskyldumeðlimum ber að vera meira og minna heima. Æskilegt er að búa til skýran ramma vegna tölvuleikja og beina leikjanotkuninni í þá átt að börnin deili leikjum og leiki sér eingöngu með öðrum í fjölskyldunni, aðstandendum og/eða vinum og freista þess þannig að barnið einangrist ekki í sínum leikjum. Einnig getur þetta fyrirkomulag komið í veg fyrir að barnið verði háð leikjunum.  

Sértækur áhugi

Foreldrar margra barna á einhverfurófi kannast við ýmiskonar sértækan og ákafan áhuga barna sinna á hinu og þessu. Rannsóknir sýna að það getur verið barninu fyrir bestu að aðstandendur sýni þessum sértæku áhugamálum áhuga og sinni þeim með barninu, hvort sem um er að ræða lestir, landabréf, dýr, teiknimyndasögur, landafræði, rafmagnstæki eða eitthvað allt annað. Það getur verið góð hugmynd að skipuleggja einhverskonar sameiginlega virkni í tengslum við sértækan áhuga barnanna.

Í greininni má lesa um fleiri hagnýt ráð, svo sem meðferð á netinu fyrir börn með góða virkni (e. high-functioning) og fjarfundi milli ráðgjafa, foreldra og annarra sem sinna barninu. Slík meðferð er ekki síður mikilvæg fyrir foreldra barna á einhverfurófi sem upplifa meira álag en flestir aðrir foreldrar út af því ástandi sem nú ríkir þar sem fólk er að mestu heima. Einnig um mikilvægi þess að halda úti samskiptum við skóla og gefa barninu frítíma frá skipulagðri virkni.

mbl.is