Svona krullar þú hárið á fimm mínútum

Snyrtirútína í samkomubanni | 15. apríl 2020

Svona krullar þú hárið á fimm mínútum

Í um það bil áratug hef ég krullað hárið nánast á hverjum einasta morgni eða allavega flesta virka daga. Ástæðan er sú að endarnir virka miklu fallegri ef þeir fá örlitla hreyfingu. Einhvern veginn líður þessari konu betur ef hárið er ekki alveg eins og hendinni hafi verið stungið í innstungu. Stundum óttast ég þó að ég verði eins og móðursystur hans Barts Simpsons sem lærðu að túbera á sér hárið í kringum 1962 og hafa verið með sömu túberingu síðan. Þær fundu nefnilega sinn stíl.

Svona krullar þú hárið á fimm mínútum

Snyrtirútína í samkomubanni | 15. apríl 2020

Er hægt að krulla á sér hárið á fimm mínútum?
Er hægt að krulla á sér hárið á fimm mínútum?

Í um það bil áratug hef ég krullað hárið nánast á hverjum einasta morgni eða allavega flesta virka daga. Ástæðan er sú að endarnir virka miklu fallegri ef þeir fá örlitla hreyfingu. Einhvern veginn líður þessari konu betur ef hárið er ekki alveg eins og hendinni hafi verið stungið í innstungu. Stundum óttast ég þó að ég verði eins og móðursystur hans Barts Simpsons sem lærðu að túbera á sér hárið í kringum 1962 og hafa verið með sömu túberingu síðan. Þær fundu nefnilega sinn stíl.

Í um það bil áratug hef ég krullað hárið nánast á hverjum einasta morgni eða allavega flesta virka daga. Ástæðan er sú að endarnir virka miklu fallegri ef þeir fá örlitla hreyfingu. Einhvern veginn líður þessari konu betur ef hárið er ekki alveg eins og hendinni hafi verið stungið í innstungu. Stundum óttast ég þó að ég verði eins og móðursystur hans Barts Simpsons sem lærðu að túbera á sér hárið í kringum 1962 og hafa verið með sömu túberingu síðan. Þær fundu nefnilega sinn stíl.

Oft fæ ég þær spurningar hvernig ég nenni þessu og hvort þetta sé ekki hræðilega mikil vinna að krulla hárið á hverjum morgni. 

Svarið er nei. Þetta tekur minna en fimm mínútur og er yfirleitt frekar illa gert. Mér finnst það koma langbest út að vanda sig sem minnst og hafa krullurnar frjálslegar. Svo er misjafnt eftir dögum hversu mikið hárið er krullað. Hvort það er krullað alveg frá rótinni eða bara frá eyrum og niður. 

Til þess að þetta taki svona stuttan tíma skiptir máli að vera með gott krullujárn. Sjálf hef ég notað HH Simonsen í mörg ár og heitir þetta járn, sem ég nota hvað mest, ROD 4. Það er keilulaga og hæfilega breitt. 

Yfirleitt skipti ég hárinu í tvennt og skipti hvorri hlið í þrjú svæði. Svona dagsdaglega eru þetta því bara sirka sex lokkar sem eru krullaðir. 

Hér fyrir neðan eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að. Það eina sem fólk þarf að passa er að brenna sig ekki á járninu. Samkomubann þarf ekki að vera svo leiðinlegt ef við nýtum það til þess að læra eitthvað nýtt! 

View this post on Instagram

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Apr 14, 2020 at 5:03am PDT

mbl.is