„Við ætlum að sofa á þessu“

Makríldómar Hæstaréttar | 15. apríl 2020

„Við ætlum að sofa á þessu“

Tekin verður ákvörðun um það á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar á morgun hvort skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu verði haldið til streitu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is.

„Við ætlum að sofa á þessu“

Makríldómar Hæstaréttar | 15. apríl 2020

Ekki náðist að halda stjórnarfund í dag.
Ekki náðist að halda stjórnarfund í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tekin verður ákvörðun um það á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar á morgun hvort skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu verði haldið til streitu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is.

Tekin verður ákvörðun um það á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar á morgun hvort skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu verði haldið til streitu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is.

Fimm af sjö útgerðarfélögum, sem höfðuðu skaðabótamál á hendur ríkinu, vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda á makríl, féllu frá kröfunni í dag. Vinnslustöðin hf. og Huginn ehf. voru ekki á meðal þeirra. Krafa félaganna hljóðaði upp á 10,2 milljarða króna auk vaxta.

„Við ætlum að sofa á þessu, taka stjórnarfund á morgun og fara yfir málið,“ segir Sigurgeir. Hann sagði stjórnina þó hafa talað saman en til stóð að halda stjórnarfund í dag. Það náðist hins vegar ekki. „Í svona stórum málum verða allir stjórnarmenn að sitja,“ bætir hann við, en það mun skýrast síðdegis á morgun hver ákvörðunin verður.

mbl.is