Málið hvorki auðvelt né einfalt

Makríldómar Hæstaréttar | 16. apríl 2020

Málið hvorki auðvelt né einfalt

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrirtækið muni ekki tjá sig fyrr en á morgun um niðurstöðu stjórnarfundar sem átti að hefjast um fjögurleytið í dag. Á fundinum verður rætt um það hvort skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu verði haldið til streitu.

Málið hvorki auðvelt né einfalt

Makríldómar Hæstaréttar | 16. apríl 2020

Húsnæði Vinnslustöðvarinnar.
Húsnæði Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrirtækið muni ekki tjá sig fyrr en á morgun um niðurstöðu stjórnarfundar sem átti að hefjast um fjögurleytið í dag. Á fundinum verður rætt um það hvort skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu verði haldið til streitu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrirtækið muni ekki tjá sig fyrr en á morgun um niðurstöðu stjórnarfundar sem átti að hefjast um fjögurleytið í dag. Á fundinum verður rætt um það hvort skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu verði haldið til streitu.

„Við ætlum að taka okkur góða tíma í þetta. Þetta er ekki auðvelt mál og einfalt,“ segir hann. „Við vöndum bara vel til verka og gerum ekkert í óðagoti.“

Fimm af sjö út­gerðarfé­lög­um, sem höfðuðu skaðabóta­mál á hend­ur rík­inu vegna ágrein­ings um út­hlut­un afla­heim­ilda á mak­ríl, féllu frá kröf­unni í gær. Vinnslu­stöðin hf. og Hug­inn ehf. voru ekki á meðal þeirra. Krafa fé­lag­anna hljóðaði upp á 10,2 millj­arða króna auk vaxta.

mbl.is