Þau Danielle Boucek og Tommy Krawczewicz frá Bandaríkjunum keyptu sér gamlan húsbíl árið 2017. Þau gerðu bílinn upp á um 8 mánuðum og hafa síðan þá brunað um þjóðvegum Norður Ameríku.
Þau Danielle Boucek og Tommy Krawczewicz frá Bandaríkjunum keyptu sér gamlan húsbíl árið 2017. Þau gerðu bílinn upp á um 8 mánuðum og hafa síðan þá brunað um þjóðvegum Norður Ameríku.
Þau Danielle Boucek og Tommy Krawczewicz frá Bandaríkjunum keyptu sér gamlan húsbíl árið 2017. Þau gerðu bílinn upp á um 8 mánuðum og hafa síðan þá brunað um þjóðvegum Norður Ameríku.
Með þeim í för er hundurinn Trip en hundurinn Missy féll frá fyrir skömmu. Vegna ástandsins í heiminum í dag eru þau þó ekki á ferð um landið heldur halda þau sig við Arizona-ríki og dvelja á bílaplaninu hjá vinafólki sínu.
Danielle og Tommy keyptu Toyota Odyssey árgerð 1992. Þau völdu bílinn meðal annars vegna þess að hann er ekki jafn stórgerður og margir húsbílar, þrátt fyrir að vera rúmgóður. Auk þess er hann sparneytinn.
Toyotan þeirra er einstaklega falleg og hafa þau gert hana einstaklega smekklega að innan. Þau deila ævintýrum sínum á Instagram, SlowCarFastHome, og hafa gert frá því að þau lögðu í hann.