Karlotta prinsessa verður 5 ára 2. maí og herma sögusagnir að breska konungsfjölskyldan muni halda upp á afmælisdaginn á fjarfundaforritinu Zoom.
Karlotta prinsessa verður 5 ára 2. maí og herma sögusagnir að breska konungsfjölskyldan muni halda upp á afmælisdaginn á fjarfundaforritinu Zoom.
Karlotta prinsessa verður 5 ára 2. maí og herma sögusagnir að breska konungsfjölskyldan muni halda upp á afmælisdaginn á fjarfundaforritinu Zoom.
Samkvæmt breskum götublöðum eru Katrín og Vilhjálmur búin að skipuleggja skemmtilegan afmælisdag handa dóttur sinni með leikjum og köku. Rúsínan í pylsuendanum verður svo veisla á Zoom, þar sem öll fjölskyldan mun koma saman. Langamma hennar, Elísabet Englandsdrottning, mun einnig taka þátt í veislunni á Zoom.
Karlotta litla er sögð vilja fá alla fjölskyldu sína og vini í afmælið, en vegna kórónuveirunnar getur hún það ekki. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hafa verið í einangrun ásamt börnum sínum þremur og ekki hitt aðra í bresku konungsfjölskyldunni í persónu síðastliðnar vikur.
Litli bróðir Karlottu, Lúðvík, varð tveggja ára í síðustu viku. Ekki er vitað með vissu hvernig fjölskyldan hélt upp á afmælið.
Litli frændi þeirra Karlottu og Lúðvíks, Archie, sonur Harry Bretaprins á líka afmæli eftir nokkra daga, eða þann 6. maí.