Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að Kína gerði hvað sem er til þess að koma í veg fyrir endurkjör hans í embætti forseta. Þetta kemur fram í einkaviðtali Reuters-fréttastofunnar við Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að Kína gerði hvað sem er til þess að koma í veg fyrir endurkjör hans í embætti forseta. Þetta kemur fram í einkaviðtali Reuters-fréttastofunnar við Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að Kína gerði hvað sem er til þess að koma í veg fyrir endurkjör hans í embætti forseta. Þetta kemur fram í einkaviðtali Reuters-fréttastofunnar við Trump.
Að sögn Trump hefðu kínversk yfirvöld átt að greina frá kórónuveirufaraldrinum miklu fyrr en gert var og standi nú frammi fyrir ýmsum afleiðingum þessa af hálfu Bandaríkjanna. Í frétt BBC segir að á sama tíma sé Trump gagnrýndur fyrir að hafa ekki brugðist nægjanlega við í byrjun faraldursins.
Veiran hefur haft neikvæð áhrif á bandarískt efnahagslíf sem þegar var farið að láta undan síga áður en faraldurinn braust út. Eitt helsta kosningamál Trumps fyrir kosningarnar í nóvember er góð staða í efnahagslífi Bandaríkjanna.
Trump sem hefur háð viðskiptastríð við Kína undanfarin ár veitti ekki neinar skýringar á því hvernig hann muni jafnvel bregðast við gagnvart Kína í viðtalinu. „Það er margt sem ég get gert. Við erum að skoða hvað gerðist.“ „Kína mun gera hvað sem er til þess að ég tapi kosningabaráttunni.“
Í viðtalinu við Reuters segist Trump telja að kínversk yfirvöld vilji fá Joe Biden sem forseta Bandaríkjanna en Trump segist sjálfur vera vantrúaður á kannanir sem bendi til þess að Biden geti farið með sigur af hólmi.