Segir hægt að sanna að veiran komi af rannsóknarstofu

Kórónuveiran Covid-19 | 30. apríl 2020

Segir hægt að sanna að veiran komi af rannsóknarstofu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði á blaðamannafundi í kvöld yfirvöldum í Peking í Kína auknum tollum og sagðist hafa sannanir fyrir því að hægt væri að tengja kórónuveiruna við rannsóknarstofu í Wuhan. En þar kom veiran fyrst upp í lok síðasta árs. AFP-fréttastofan greinir frá.

Segir hægt að sanna að veiran komi af rannsóknarstofu

Kórónuveiran Covid-19 | 30. apríl 2020

Trump hefur ekki sparað yfirlýsingarnar í tengslum við kórónuveiruna.
Trump hefur ekki sparað yfirlýsingarnar í tengslum við kórónuveiruna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði á blaðamannafundi í kvöld yfirvöldum í Peking í Kína auknum tollum og sagðist hafa sannanir fyrir því að hægt væri að tengja kórónuveiruna við rannsóknarstofu í Wuhan. En þar kom veiran fyrst upp í lok síðasta árs. AFP-fréttastofan greinir frá.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði á blaðamannafundi í kvöld yfirvöldum í Peking í Kína auknum tollum og sagðist hafa sannanir fyrir því að hægt væri að tengja kórónuveiruna við rannsóknarstofu í Wuhan. En þar kom veiran fyrst upp í lok síðasta árs. AFP-fréttastofan greinir frá.

Spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem benti sterklega til þess að rekja mætti upphaf faraldursins til veirufræðistofnunar Wuhan, svaraði hann: „Já, það hef ég.“

Þegar blaðamenn þrýstu á hann að veita frekari upplýsingar um hvað það væri sem gerði hann svo vissan í sinni sök, sagði hann: „Ég get ekki sagt ykkur það.“ 

Trump sagði að bandarískar stofnanir væru að rannsaka hvernig veiran kom fyrst upp og hvað Kínverjar hafi gert til að koma í veg fyrir að hún breiddist út um heiminn. „Við munum fá mjög nákvæma greiningu á því hvað gerðist,“ sagði forsetinn og bætti við að hann fengi skýrsluna í hendurnar von bráðar.

„Þeir gætu hafa stoppað þetta,“ sagði hann og gagnrýndi yfirvöld í Kína fyrir að hafa ekki stöðvað öll alþjóðaflug frá landinu í tæka tíð.

Fjölmargar kenningar hafa komið fram um uppruna kórónuveirunnar, meðal annars að hún hafi borist í mannfólk úr lifandi dýri á markaði í Wuhan og að hún hafi fyrir slysni lekið út af rannsóknarstofu í borginni. Bandaríska leyniþjónustan hefur greint frá því að það liggi fyrir að veiran sé uppruninn Wuhan í Kína en hún hafi ekki verið búin til af mannfólki eða breytt erfðafræðilega. Sú kenning um að veiran hafi lekið út fyrir slysni hefur þó ekki verið afsönnuð af leyniþjónustunni.

Fjallað er um málið á Vísindavef Háskóla ÍslandsKórónuveirur er fjölskylda veira sem greinast helst í spendýrum og fuglum. Vitað er að þær finnast einnig víðar ef þeirra er leitað sérstaklega. Talið er að þær kórónuveirur sem hingað til hafa sýkt menn hafi upprunalega komið frá dýrum. Nánustu „skyldmenni“ SARS-CoV-2 eru veirurnar SARS-CoV og MERS-CoV. Þær komu báðar úr leðurblökum en bárust í menn úr millihýslum (sú fyrrnefnda úr einni tegund kattardýra og sú síðarnefnda úr drómedara). Mjög líklegt er að SARS-CoV-2 hafi einnig komið upprunalega úr leðurblökum, þótt óvíst sé hvort millihýsill hafi þar komið við sögu.

Fljótt spratt upp umræða um að hluti af erfðaefni SARS-CoV-2 kæmi úr HIV-veirunni (e. human immunodeficiency virus). Þetta var byggt á handriti sem birt var á netinu en átti eftir að ritrýna. Til að gera langa sögu stutta bentu niðurstöðurnar alls ekki til þess að erfðaefni úr HIV finnist í SARS-CoV-2 og rannsókninni var hafnað með öllu stuttu síðar. Sjá má ýtarlega samantekt í heimildaskrá hér fyrir neðan.

Talsverð umræða hefur einnig skapast um það hvort veiran komi úr náttúrunni eða eigi frekar rætur að rekja til rannsóknastofu. Þetta er ekki að ástæðalausu, enda mörg dæmi um sýkla sem hafa borist í starfsfólk á rannsóknarstofum og ýmist valdið stökum veikindum eða jafnvel litlum faröldrum. Til að mynda smitaðist vísindamaður af SARS-CoV (sem veldur severe acute respiratory syndrome, eða SARS) við vinnu í rannsóknarstofu.

 Ef þetta ætti við SARS-CoV-2 væru aðstæður hins vegar talsvert öðruvísi. SARS-CoV-2 er ný veira sem veldur nýjum sjúkdómi og er talsvert frábrugðin þeim kórónuveirum sem geta valdið sjúkdómi í mönnum. Þetta myndi því þýða að hún hefði verið manngerð. Sem betur fer er hægt að fullyrða, án nokkurs vafa, að SARS-CoV-2 kom ekki upprunalega frá rannsóknarstofu.[4]

Hvernig er hægt að vera svo viss um þetta? Lausnin felst í því að skoða erfðaefni SARS-CoV-2. Fyrst er gott að hafa nokkur hugtök og atriði á hreinu. Veiran er svokölluð RNA-veira, sem þýðir að erfðaefni hennar er úr kjarnsýru sem heitir RNA (e. ribonucleic acid). Erfðaefnið er þakið prótínum sem verndar það. Prótínin mynda það sem kallast kapsíð. Utan um bæði erfðaefnið og kapsíðið er hjúpur og í honum má finna nokkur prótín, þar á meðal svonefnt bindiprótín (e. spike protein) sem hjálpar veirunni að bindast líkamsfrumum og gerir henni kleift að sýkja frumur okkar.

Sjá nánar á Vísindavef Háskóla Íslands

mbl.is