Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
þótt aðstæður hafi gefið þér að maður geti ekki stjórnað öllu, þá bjóðast þér bara nýjar leiðir. Þú aðlagar þig að lífinu eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er sannarlega góður tími fyrir þig, ef þú ert eitthvað tengdur sköpun. Hugmyndirnar fæðast ein af annarri sem höfðu ekki birst þér ef allt hefði bara verið venjulegt.
Þú ert svo fljótur að hugsa og beina þar af leiðandi þrótti þínum í rétta átt og þetta sérðu sérstaklega núna í maí mánuði. Þú hefur svo einstaka hæfileika til að hlusta á skoðanir annarra og fara milliveginn í lífsbröltinu.
Það er mikil hreyfing á því tímabili sem er yfir, sumir hafa verið að skipta um húsnæði, aðrir að spekúlera í því að færa sig um stað. Það smellur allt og gengur vel. Sumt er að sjálfsögðu ekki það sem þú hefur ákveðið, en þá er bara lífið og Alheimurinn að finna út hárrétta stöðu fyrir þig, svo slepptu því alveg að vera óþolinmóður.
Það getur verið að þú sért búinn að vera pirraður á peningaflæðinu og þurfir að endurskoða suma hluti í því tilliti. En þegar það er allt búið og gert, þá er staðan betri en þú sást hana fyrir áður.
Þú ert að fyllast svo mikilli lífsorku og þrá til að breyta, því það fer þér langbest að vera alltaf á hreyfingu, taka nýjum áskorunum og láta ekkert stoppa þig.
Ef þér finnst að það sé búið að vera of lítið að gerast og hlutirnir hafi staðið steinrunnir og fastir, þá færðu aflið akkúrat núna til að brjóta niður veggi og byggja nýja vegi.
Þú ert skemmtileg persóna og átt fjölda vina, ert yfirleitt miðpunktur athyglinnar og nýtur þess í flestum tilfellum. En svo ertu líka eins og hellisbúinn, þarft að hafa einveru og hlaða batteríin. Spáðu samt mikið í því að hafa svefninn í lagi, því þá kemur jafnvægið sem þú ert búinn að vera að leita eftir. Ekki hafa móral þó þér finnist þú hafir getað gert betur.
Fyrir þig ef þú ert á lausu, þá eru ástríður allt í kringum þig og ástarengillinn Venus er að skjóta örvum í átt til þín. Vert þú sá aðili sem tekur af skarið og býður ástinni inn í líf þitt.
Kossar og knús,
Sigga Kling