Elsku Ljónið mitt,
Elsku Ljónið mitt,
Elsku Ljónið mitt,
þrátt fyrir allt sem þú ert búin að ganga í gegnum þá er tími Ljónsorkunnar runninn upp, sérstaklega ef þið skoðið tímann frá 4. maí. Þú ert að fara í gegnum ferðalag sem er bæði andlegt og veraldlegt og þú átt eftir að geta sagt við sjálfan þig, mikið ofsalega er ég heppinn. Því kringumstæðurnar raða upp fyrir þig lífinu á þann máta að þú sérð þú ert kominn í mark og finnur sigurtilfinningu sem á bara eftir að magnast.
Þú sérð og þú getur lagað aðstæður þínar og verið hreykinn af sjálfum þér. Þú andar inn súrefninu eins og það væri ást og með því elskarðu sjálfan þig margfalt meira því þú sérð þú ert með þetta.
Passaðu þig samt á því að þótt að Guð og lukkan sé þér hliðholl að henda því ekki frá þér sem þú hefur og færð upp í fangið. Því þó að heppnin haldi í höndina á þér skaltu leggja til hliðar og hugsa spart. Þannig byggirðu því akkúrat upp það veldi sem þig vantar, hvaða merkingu sem þú svo leggur nú í það.
Í ástinni skaltu hafa trygglyndi og heiðarleika sem aðalmarkmiðið og standa þétt við bakið á þeim sem þú hefur. En ef þú ert að skoða þig um og vilt fá lífsförunaut þá er þetta og næstu mánuðir góður tími til þess. Ástin blómstrar því sjálfstraustið blómstrar og það skiptir engu máli á hvaða aldri þú ert því óvænt tíðindi eru í kortunum.
Þegar þú sérð þetta er að mæta þér leggurðu meira á þig og uppskerð þar af leiðandi meira, en láttu allan drama algjörlega lönd og leið. Því að eftir því sem þú setur meiri orku í vesen eða vandræði, þá sleppir drama ekki af þér höndunum. Svo hættu alveg að ræða og rabba við þá sem elska drama. Þú ert sólin í lífi fjölskyldu og vina þinna, mundu það.
Kossar og knús,
Sigga Kling