Sporðdrekinn: Þú skalt biðja um höll

Sporðdrekinn: Þú skalt biðja um höll

Elsku Sporðdrekinn minn,

Sporðdrekinn: Þú skalt biðja um höll

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. maí 2020

Elsku Sporðdrekinn minn,

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú dásamlega einstaka vera, fullt tungl í Sporðdreka er staðsett 7. maí og þá skaltu vera tilbúinn með óskalistann þinn. Þá skiptir miklu máli að hafa óskirnar stórar. Þú skalt biðja um höll þó þú þurfir bara hús og búast við mun meiru og sjá það fyrir þér og mundu að ekkert er þér ómögulegt yfir þennan magnaða tíma sem blessar þig.

Þú færð það sem þú vilt í ást og athöfnum, svo leggðu það sterkt fyrir að þú vitir hvað þú viljir. Og þótt það þýði þú slítir einhver sambönd sem þér hafa fundist mikilvæg en þau eru einskisnýt eða einskis virði.

Það getur verið þú þurfir að nota reiði eða miklar tilfinningar til þess að slíta á tengsl, en það er réttur tími fyrir allt. Þú munt finna það á þér þegar þú lætur til skara skríða.

Ég dró eitt magnað spil úr töfrastokknum mínum fyrir þig og það segir:  Að sannleikurinn komi í ljós. Með því koma nýir tímar og þetta mun hjálpa þér svo mikið og sterkt, þú þarft ekki að leita að hamingjunni, því þú er hamingjan.

Það er yfir þér tímabil þar sem blessun er ást, þetta þýðir að vond ást springur en góð ást eflist. Svo það verður mikil hreyfing í kringum þig og alls ekki allt auðvelt, en ef tíminn er bara auðveldur kemur ekkert út úr honum.

Ef þú skoðar hvað hefur verið að gerast undanfarið þá sérðu á mörgum sviðum að þú hefur verið að efla sjálfan þig. Þessi styrkleiki á bara eftir að magnast og gera þér svo innilega kleift að breyta andrúmsloftinu í kringum þig og láta þér líða vel.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is