Vatnsberinn: Þú gefst aldrei upp þó á móti blási

Vatnsberinn: Þú gefst aldrei upp þó á móti blási

Elsku Vatnsberinn minn,

Vatnsberinn: Þú gefst aldrei upp þó á móti blási

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. maí 2020

Elsku Vatnsberinn minn,

Elsku Vatnsberinn minn,

þú ert svo tilfinningaríkur og mikill í eðli þínu og afgerandi í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú gefst aldrei upp þó á móti blási heldur finnur þér bara nýjan farveg að fara í.  Að sjálfsögðu viltu halda öllum góðum og stundum er gott að dylja tilfinningar sínar og láta sem ekkert sé. En það getur verið gott að tala sérstaklega vel um þá sem fara í taugarnar á þér, í því felst lausnin til þess að allt gangi vel.

Það er mikilvægt fyrir þig að hafa reglu á því í hvað þú vilt eyða tímanum þínum, því það hendir þig öðru hvoru að festast í einskis nýtum tímaþjóf. Tónlist er læknandi fyrir þig, hún gefur þér kraft til að rísa upp á hverjum degi.

Ég dró fyrir þig tvö spil úr stóra töfraspilabunkanum mínum og þar birtist mynd af persónu sem er að láta hugsanir angra sig. En þar kemur líka sterklega fram að það sé bara heilinn á þér að villa þér sýn. Ýttu þessum þankagangi til hliðar með því að þegar þú færð þessar erfiðu hugsanir að setja inn aðrar betri. Þetta verður þér auðvelt því að sálin er forstjórinn yfir heilanum.

Hitt spilið sem þú fékkst er mynd af þér með mikla uppskeru. Allt sem þú óskar þér er á milli handa þinna. Þetta táknar veraldleg gæði og gjafir og talan níu prýðir spilið sem er tákn fyrir að þú tengist svo vel Alheiminum sem er svo afskaplega smár eins og við sjáum svo vel nú.

Þú notar þennan kraft og þessar gjafir til að byggja upp í kringum þig, svo þú getur verið alveg rólegur. Ástin gætir verið búin að banka hjá þér og þú búinn að hitta eða kynnast ástinni, jafnvel þó þú vitir ekki af því. En ef þú ert í sambandi þá skaltu byggja þig upp, því þá verðurðu ástfangnari af makanum en þú hefur nokkru sinni áður verið. Ekki spá í hvað aðrir hugsa því lífið stendur með þér.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is