Stenst þú mjaðmalyftuáskorun Sunnevu Einars?

Sunneva Eir | 3. maí 2020

Stenst þú mjaðmalyftuáskorun Sunnevu Einars?

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Sunneva Einarsdóttir hefur verið dugleg að æfa heima á meðan samkomubanni stendur. Sunneva er dugleg að setja inn heimaæfingar sem krefjast lítils búnaðar og einnig áskoranir. 

Stenst þú mjaðmalyftuáskorun Sunnevu Einars?

Sunneva Eir | 3. maí 2020

Sunneva hefur verið dugleg að setja inn heimaæfingar og áskoranir.
Sunneva hefur verið dugleg að setja inn heimaæfingar og áskoranir. skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Sunneva Einarsdóttir hefur verið dugleg að æfa heima á meðan samkomubanni stendur. Sunneva er dugleg að setja inn heimaæfingar sem krefjast lítils búnaðar og einnig áskoranir. 

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Sunneva Einarsdóttir hefur verið dugleg að æfa heima á meðan samkomubanni stendur. Sunneva er dugleg að setja inn heimaæfingar sem krefjast lítils búnaðar og einnig áskoranir. 

Sunneva setti inn nýja áskorun á Instagram í vikunni þar sem hún skorar á fylgjendur sína að gera mjaðmalyftur við tvö lög. Fyrri áskorun Sunnevu er hnébeygjuáskorunin sem felur í sér að gera hnébeygjur við heilt lag. 

Til að gera mjaðmalyftuáskorunina erfiðari er hægt að nota litla teygju eða lóð eða hvort tveggja. Hún mælir með lögunum Sketchers með Dripreport og Vibe með Cookie Kawaii með 30 sekúndna hvíld á milli.

Sunneva setti einnig inn hugmynd að góðum æfingum til að styrkja rass og læri. 

3 umferðir af:

15 „goblet“ hnébeyjur með ketilbjöllu

15 uppsetur

20 réttstöðulyftur með lóði

10/10 bulgarian split hnébeygjur með annan fótinn á stól/borði/kassa

12 framstigshopp

Fáðu rass eins og Sunneva Einars með þessum æfingum.
Fáðu rass eins og Sunneva Einars með þessum æfingum. skjáskot/Instagram
mbl.is