Öll verkefni Vesturverks á ís

Árneshreppur | 7. maí 2020

Öll verkefni Vesturverks á ís

Vesturverk hefur ákveðið að draga tímabundið úr starfsemi fyrirtækisins vegna markaðsástæðna. Fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki á Ísafirði og verður skrifstofu fyrirtækisins þar lokað. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Öll verkefni Vesturverks á ís

Árneshreppur | 7. maí 2020

Vesturverk hefur ákveðið að draga tímabundið úr starfsemi fyrirtækisins vegna markaðsástæðna. Fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki á Ísafirði og verður skrifstofu fyrirtækisins þar lokað. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Vesturverk hefur ákveðið að draga tímabundið úr starfsemi fyrirtækisins vegna markaðsástæðna. Fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki á Ísafirði og verður skrifstofu fyrirtækisins þar lokað. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Greint er frá málinu á vef BB.is.

Þar segir að áfram verði unnið að rannsóknum vegna virkjunarkosta sem unnið er að, þar með talið Hvalárvirkjun. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, lætur af störfum 1. ágúst og sömuleiðis upplýsingafulltrúi.

Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku, segir í samtali við BB að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar.

Jóhann lagði áherslu á að Hvalárvirkjun héldu áfram þótt hægt væri á því. „Hvalárvirkjun er gott verkefni,“ sagði Jóhann.

mbl.is