Landsréttur staðfesti dóm yfir Júlíusi Vífli

Landsréttur staðfesti dóm yfir Júlíusi Vífli

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem dæmdur var til tíu mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir peningaþvætti.

Landsréttur staðfesti dóm yfir Júlíusi Vífli

Júlíus Vífill Ingvarsson | 8. maí 2020

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/​Hari

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem dæmdur var til tíu mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir peningaþvætti.

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem dæmdur var til tíu mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir peningaþvætti.

Héraðssak­sókn­ari ákærði Júlí­us fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa geymt sem nem­ur á bil­inu 131-146 millj­ón­um króna á er­lend­um banka­reikn­ing­um og telur Landsréttur það yfir vafa hafið að að sá hluti þeirra fjármuna sem hefðu verið inni á umræddum bankareikningum og ákært væri fyrir hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti.

Þá taldi Landsréttur það ekki hafa þýðingu að frumbrotið sem ávinningurinn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rannsókn málsins hófst. 

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að sannað þótti að Júlíus Vífill hefði brotið gegn skattalögum með því að telja ekki fram tekjur sem hann síðar flutti á milli reikninga í aflandsfélögum erlendis.  Hins vegar var ekki ljóst hvenær þau brot hefðu verið framin og ekki var ákært fyrir skattalagabrot. Júlíus Vífill var ákærður fyrir peningaþvætti, fyrir að flytja féð milli reikninga og það svo nýlega að brotin væru ekki fyrnd. Fyrir það var hann sakfelldur.

mbl.is