Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir. Þetta sagði Raggi heitinn Bjarnason í lagi sínu „Það styttir alltaf upp“ og mér finnst þessi lína alveg dásamleg. Lagið kom af handahófi á Spotify hjá mér á meðan ég sat við skrif inni í stofu. Sólin skein og glænýjar rósir sem standa á borðstofuborðinu mínu ilmuðu alveg með eindæmum vel. Það er nefninlega svoleiðis með lífið það lygnir alltaf, sólin mun alltaf skína á ný og við kunnum aldrei betur að meta hana en þegar að við erum búin að upplifa hvassviðri og rigningu.
Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir. Þetta sagði Raggi heitinn Bjarnason í lagi sínu „Það styttir alltaf upp“ og mér finnst þessi lína alveg dásamleg. Lagið kom af handahófi á Spotify hjá mér á meðan ég sat við skrif inni í stofu. Sólin skein og glænýjar rósir sem standa á borðstofuborðinu mínu ilmuðu alveg með eindæmum vel. Það er nefninlega svoleiðis með lífið það lygnir alltaf, sólin mun alltaf skína á ný og við kunnum aldrei betur að meta hana en þegar að við erum búin að upplifa hvassviðri og rigningu.
Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir. Þetta sagði Raggi heitinn Bjarnason í lagi sínu „Það styttir alltaf upp“ og mér finnst þessi lína alveg dásamleg. Lagið kom af handahófi á Spotify hjá mér á meðan ég sat við skrif inni í stofu. Sólin skein og glænýjar rósir sem standa á borðstofuborðinu mínu ilmuðu alveg með eindæmum vel. Það er nefninlega svoleiðis með lífið það lygnir alltaf, sólin mun alltaf skína á ný og við kunnum aldrei betur að meta hana en þegar að við erum búin að upplifa hvassviðri og rigningu.
Ég tala nú ekki um hvað rigningin er mikilvæg og góð fyrir gróðurinn! Fjölbreytni einkennir lífið hvert sem litið er, það einkennist af hæðum og lægðum og allt getur gerst, en sama hvað gerist þá munum við alltaf eiga góða daga inni á milli.
Það er svo margt að una við, að elska þrá og gleðjast við segir í öðru lagi sem ég elska alveg ótrúlega mikið, „Dans gleðinnar“ sem er texti frá Kristjáni á Djúpalæk. Að geta sungið með þessu og meint það innilega frá dýpstu hjartarótum er það besta sem ég get hugsað mér. Þó það sé kannski ekki á hverjum einasta degi sem það gerist þá eru góðu dagarnir svo ótrúlega mikið þess virði. Við kunnum aldrei betur að meta góðu aðstæðurnar en eftir erfiðleikana, og erfiðleikarnir dýpka okkur og styrkja. Sem er alveg mögnuð hringrás! Það er algjör ljós punktur í tilverunni að vita fyrir víst að það styttir alltaf upp og lygnir. Leyfum okkur að gleðjast yfir því!
Lagið „Það styttir alltaf upp“ má heyra í spilaranum hér að neðan.
Lagið „Dans gleðinnar“ í flutningi Vilhjálmi Vilhjálmssyni má heyra hér að neðan.
Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.